Ísland er númer tvö á eftir Noregi í lífsgæðum íbúanna, samkvæmt rannsókn breska tímaritsins The Economist. Í þessari árlegu könnun tímaritsins er skoðaður efnahagur og lífsgæði íbúanna í 200 löndum. Gríðarlega margir þættir eru lagðir til grundvallar útkominni. Og þeir eru ólíkir.
Meðal annars spilar inní notkun getnaðarvarna, velferð barna og morð og aftökur í viðkomandi landi. Sem fyrr segir trónar Ísland á toppnum á eftir Noregi. Þar á eftir koma Ástralía, Írland, Svíþjóð, Kanada, Japan og Bandaríkin.
Danmörk er í fimmtánda sæti, Frakkland í sextánda og Ítalía og Bretland deila sautjánda sæti.