Erlent

Samkomulag um endurnýjanlega orku

Angela Merkel kanslari Þýskalands, til hægri, ræðir við Jose Manuel Barroso, í miðið. Vladimir Spidla fulltrúi vinnu- og félagsmála Evrópusambandsins til vinstri.
Angela Merkel kanslari Þýskalands, til hægri, ræðir við Jose Manuel Barroso, í miðið. Vladimir Spidla fulltrúi vinnu- og félagsmála Evrópusambandsins til vinstri. MYND/AP

Drög að bindandi samkomulagi um að auka hlutfall endurnýjanlegrar orku voru samþykkt á leiðtogafundi Evrópusambandsins um breytingu loftslags í Brussel í morgun. Gert er ráð fyrir sveigjanleika í því hvernig aðildarlönd sambandsins geta aukið endurnýjanlega orku, eins og vind og sólarorku, í 20 prósent fyrir árið 2020.

Orðalag samkomulagsins virðist miða að samvinnu við lönd sem háð eru kjarnorku eða kolum, eins og Tékklandi og í Póllandi.

Angela Merkel forseti Evrópusambandsins sagði að fjárveiting yrði veitt í hæfilegu magni með tilliti til mismunandi aðstæðna þjóða.

Í gær var einnig samþykkt í grundvallaratriðum að draga úr losun koltvísýrings um tuttugu prósent fyrir árið 2020 miðað við losunina árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×