Philadelphia - LA Lakers í beinni á Sýn í kvöld 9. mars 2007 08:30 Kobe Bryant og félagar mæta Philadelphia 76ers í kvöld NordicPhotos/GettyImages Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. Lið Philadelphia (23 sigrar - 38 töp) hefur verið á ágætu róli í deildinni á síðustu vikum og hefur spilamennskan aðeins batnað eftir að þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá félaginu. Liðinu gekk afleitlega framan af vetri og var á tíma í botnsæti deildarinnar, en nú er öldin önnur. 76ers hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í vetur og er leikurinn í kvöld sá síðasti af sex í röð á heimavelli. Andre Iguodala hefur farið á kostum með liðinu í síðustu leikjum og náði þriðju þreföldu tvennu sinni á leiktíðinni þegar 76ers lagði Seattle á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði 25 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lakers-liðið (33 sigrar - 29 töp) hefur ekki náð að sigra í Philadelphia síðan árið 2000. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins í vetur og byrjunarliðsmennirnir Lamar Odom og Luke Walton verða ekki með liðinu í nótt. Þá er varamiðherjinn Ronny Turiaf tæpur vegna meiðsla. Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og 10 af síðustu 13. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig Kobe Bryant stendur sig í leik kvöldsins, því hann kemur nú úr eins leiks banni fyrir að slá til andstæðings síns í annað sinn á tímabilinu. Bryant baðaði út höndunum og sló til Marko Jaric eftir að Jaric varði frá honum skot - en Bryant heldur því fram að hann hafi verið að reyna að fiska villu með látbragðinu. Aganefnd NBA deildarinnar keypti þessi rök ekki og nýjasta leikbanni hans fylgdu þau skilaboð að bannið yrði enn lengra ef svona lagað kæmi fyrir á ný. Síðast þegar Bryant sat af sér leik fyrir viðlíka brot (gegn Manu Ginobili hjá San Antonio) tók hann gremju sína út á næstu andstæðingum Lakers. Það kom í hlut Boston Celtics að kenna á Bryant í það skiptið og þá skoraði hann 43 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar - og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum. NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Leikur Philadelphia 76ers og LA Lakers verður sýndur beint á Sýn á miðnætti í kvöld. Heimamenn í Philadelphia eiga vart von á góðu í leiknum í kvöld, þar sem Kobe Bryant mun snúa aftur eftir eins leiks bann og setur eflaust á svið góða sýningu í heimafylki sínu. Liðin hafa verið á ólíku róli í undanförnum leikjum og hér fyrir neðan er létt upphitun fyrir leik kvöldsins. Lið Philadelphia (23 sigrar - 38 töp) hefur verið á ágætu róli í deildinni á síðustu vikum og hefur spilamennskan aðeins batnað eftir að þeir Allen Iverson og Chris Webber fóru frá félaginu. Liðinu gekk afleitlega framan af vetri og var á tíma í botnsæti deildarinnar, en nú er öldin önnur. 76ers hefur unnið fimm leiki í röð í fyrsta sinn í vetur og er leikurinn í kvöld sá síðasti af sex í röð á heimavelli. Andre Iguodala hefur farið á kostum með liðinu í síðustu leikjum og náði þriðju þreföldu tvennu sinni á leiktíðinni þegar 76ers lagði Seattle á miðvikudagskvöldið. Hann skoraði 25 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Lakers-liðið (33 sigrar - 29 töp) hefur ekki náð að sigra í Philadelphia síðan árið 2000. Mikil meiðsli hafa verið í herbúðum liðsins í vetur og byrjunarliðsmennirnir Lamar Odom og Luke Walton verða ekki með liðinu í nótt. Þá er varamiðherjinn Ronny Turiaf tæpur vegna meiðsla. Lakers hefur tapað fjórum leikjum í röð og 10 af síðustu 13. Það verður afar áhugavert að sjá hvernig Kobe Bryant stendur sig í leik kvöldsins, því hann kemur nú úr eins leiks banni fyrir að slá til andstæðings síns í annað sinn á tímabilinu. Bryant baðaði út höndunum og sló til Marko Jaric eftir að Jaric varði frá honum skot - en Bryant heldur því fram að hann hafi verið að reyna að fiska villu með látbragðinu. Aganefnd NBA deildarinnar keypti þessi rök ekki og nýjasta leikbanni hans fylgdu þau skilaboð að bannið yrði enn lengra ef svona lagað kæmi fyrir á ný. Síðast þegar Bryant sat af sér leik fyrir viðlíka brot (gegn Manu Ginobili hjá San Antonio) tók hann gremju sína út á næstu andstæðingum Lakers. Það kom í hlut Boston Celtics að kenna á Bryant í það skiptið og þá skoraði hann 43 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar - og hitti úr 7 af 9 þriggja stiga skotum sínum.
NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira