Erlent

Krefst vitnisburðar ljósmyndara við Díönurannsókn

Fjölmiðlar fylgdust með þegar kviðdómendur heimsóttu Alma göngin í París þar sem örlög Díönu réðust.
Fjölmiðlar fylgdust með þegar kviðdómendur heimsóttu Alma göngin í París þar sem örlög Díönu réðust. MYND/AFP
Dánardómstjóri í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur áfrýjað úrskurði Hæstaréttar í Bretlandi um að hann megi ekki nota skýrslur sem teknar voru af paparazzi ljósmyndurum í París við rannsóknina. Hæstiréttur hafði stutt kröfu foreldra Henry Paul, einkabílstjóra Díönu, um að leyfa ekki að vitnisburðurinn verði lesinn upp fyrir kviðdómendur þar sem ekki væri hægt að spyrja ljósmyndarana út úr. Justice Scott Baker lávarður og dánardómstjóri hefur nú ákveðið að áfrýja dómnum. Ljósmyndararnir voru beðnir um að koma í eigin persónu við rannsóknina. Þeir neituðu því, - með stuðningi frönsku ríkisstjórnarinnar. Baker hafði ákveðið að yfirlýsingar þeirra væri hægt að lesa fyrir kviðdóminn til að leyfa sönnunargögnunum að koma fram við rannsóknina – en því var hnekkt af Hæstarétti. Fyrr í vikunni sögðu dómarar að sönnunargögn ljósmyndarannna yrði að nota með vitnisburði til dæmis þeirra sem tóku skýrslur af ljósmyndurunum. Henry Paul lést í bílslysinu 31. ágúst 1997 ásamt Díönu og kærasta hennar Dodi Al Fayed.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×