Íslenskir vísindamenn reyna að binda koltvísýring við basalt Þórir Guðmundsson skrifar 22. ágúst 2007 18:30 Íslenskir vísindamenn eru að þróa aðferð til þess að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum með því að dæla koltvísýringi í jarðlög. Aðferðin felst í því að dæla koltvísýringi niður í basaltbergið á fjögur til átta hundruð metra dýpi. Hugmyndin er að leysa koltvísýringinn upp í kælivatni virkjunarinnar á Hellisheiði við háan þrýsting. Þeim vökva er síðan dælt niður í jörðina um borholur og látinn hvarfast við basaltið. Einar Gunnlaugsson deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitunni kynnti þessa hugmynd á fundi á Bessastöðum með Barböru Boxer, sem er áhrifamikill þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings. Boxer sagði í samtali við Stöð tvö að hér væri um að ræða ákaflega áhugaverða leið til að vinna gegn hlýnun jarðar. Boxer er nýkomin frá Grænlandi, þar sem hún segist hafa séð afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna í bráðnun Grænlandsjökuls. Um allan heim eru vísindamenn að leita leiða til að koma í veg fyrir losun koltvísýrings í andrúmsloftið, en koltvísýringur stuðlar að gróðurhúsaáhrifunum. Einar Gunnlaugsson, deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að hér sé um alþjóðlegt verkefni að ræða. Verið er að ljúka gerð samstarfssamnings milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Kolumbaháskóli í Bandaríkjunum og Paul Sabatier Háskólinn í Toulouse í Frakklandi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafði forgöngu um samstarf íslenskra og bandarískra vísindamanna á þessu sviði. Einar vonast til að hægt verði að byrja að bora þegar á næsta ári. Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Íslenskir vísindamenn eru að þróa aðferð til þess að vinna gegn gróðurhúsaáhrifunum með því að dæla koltvísýringi í jarðlög. Aðferðin felst í því að dæla koltvísýringi niður í basaltbergið á fjögur til átta hundruð metra dýpi. Hugmyndin er að leysa koltvísýringinn upp í kælivatni virkjunarinnar á Hellisheiði við háan þrýsting. Þeim vökva er síðan dælt niður í jörðina um borholur og látinn hvarfast við basaltið. Einar Gunnlaugsson deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitunni kynnti þessa hugmynd á fundi á Bessastöðum með Barböru Boxer, sem er áhrifamikill þingmaður öldungadeildar Bandaríkjaþings. Boxer sagði í samtali við Stöð tvö að hér væri um að ræða ákaflega áhugaverða leið til að vinna gegn hlýnun jarðar. Boxer er nýkomin frá Grænlandi, þar sem hún segist hafa séð afleiðingar gróðurhúsaáhrifanna í bráðnun Grænlandsjökuls. Um allan heim eru vísindamenn að leita leiða til að koma í veg fyrir losun koltvísýrings í andrúmsloftið, en koltvísýringur stuðlar að gróðurhúsaáhrifunum. Einar Gunnlaugsson, deildarstjóri rannsókna hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að hér sé um alþjóðlegt verkefni að ræða. Verið er að ljúka gerð samstarfssamnings milli Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóli Íslands, Kolumbaháskóli í Bandaríkjunum og Paul Sabatier Háskólinn í Toulouse í Frakklandi. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hafði forgöngu um samstarf íslenskra og bandarískra vísindamanna á þessu sviði. Einar vonast til að hægt verði að byrja að bora þegar á næsta ári.
Umhverfismál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira