"Þetta met breytir engu og leikmennirnir hafa ekki einu sinni verið að tala um það. Fyrir mér þýða 12 sigrar að við höfum færst nær ætlunarverki okkar - sem er að verða ítalskir meistarar í vor. Ef við vinnum ekki titilinn hafa þessir tólf sigurleikir enga þýðingu," sagði Mancini.
Markaskorarinn Ibrahimovich, maður leiksins í gær, tók undir orð þjálfara síns. "Við höfum ekkert pælt í þessu meti. Við spilum alltaf til sigurs og það vill svo til að við höfum unnið svona marga leiki í röð. En ekkert lið er fullkomið og við getum enn bætt við okkur," sagði sá sænski.
Með 12. sigurleiknum bætti Inter met sem Roma setti á síðustu leiktíð, en þá vann liðið 11 leiki í röð. Inter er nú með 10 stiga forystu á Roma á toppi deildarinnar, en Roma getur minnkað forskotið niður í sjö stig með sigri á Messina síðar í dag.