Enski boltinn

Stallone stal senunni

Stallone sést hér ásamt Bill Kenwright í heiðursstúkunni á Goodison Park í Liverpool í dag.
Stallone sést hér ásamt Bill Kenwright í heiðursstúkunni á Goodison Park í Liverpool í dag. MYND/AFP

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Silvester Stallone stal senunni á Goodison Park í dag þar sem leikur Everton og Reading fór fram. Stallone var sérstakur heiðursgestur Bill Kenwright, stjórnarformanns Everton á leiknum, og var leikarinn hylltur af áhorfendum á vellinum fyrir leikinn. Stallone fagnaði ógurlega þegar Andy Johnson skoraði jöfnunarmark Everton þegar skammt var eftir.

Stallone er í Englandi að kynna sína nýjustu mynd, "Rocky Balboa". Leikarinn var hrókur alls fagnaðar á vellinum og vakti mikla athygli viðstaddra og ekki síður bresku sjónvarpsmannana sem beindu myndavélum sínum reglulega að Stallone.

Leikarinn hafði greinilega gaman að leiknum og lifði sig mikið inn í hann og þegar Johnson skoraði fyrir Everton voru fagnaðarlæti leikarans síst minni en þegar hann komst upp síðustu tröppuna í þekktri senu úr fyrstu myndinni um Rocky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×