Fótbolti

Marel og félagar meistarar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marel lék ekki með Molde í dag.
Marel lék ekki með Molde í dag. Mynd/Hörður

Marel Baldvinsson og félagar í Molde unnu í dag norska meistaratitilinn í 1. deildinni eftir 1-0 sigur á Löv-Ham á útivelli.

Molde fékk alls 69 stig í deildinni í sumar sem dugði til að tryggja liðinu titilinn sem og sæti í úrvalsdeildinni að ári. HamKam fer einnig upp í úrvalsdeildina en liðið fékk 68 stig.

Marel var ekki í leikmannahópi Molde í dag. 

HamKam vann í dag Notodden, 1-0, á útivelli. Símun Samuelsen er í láni hjá liðinu frá Keflavík og kom inn á sem varamaður á 58. mínútu.

Notodden endaði í níunda sæti deildarinnar en þriðja Íslendingaliðið, Bryne, í því sjötta.

Bryne gerði 1-1 jafntefli við Raufoss á útivelli í dag en Baldur Sigurðsson gat ekki leikið með liðinu vegna meiðsla. Allan Borgvardt, danski sóknarmaðurinn sem spilaði með FH, var í byrjunarliði Bryne og lék allan leikinn. 

Bodö/Glimt lenti í þriðja sæti deildarinnar þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Sparta Sarpsborg í dag og mætir Odd Grenland í umspilsleikjum um sæti í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×