Tíu leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt. Charlotte Bobcats stöðvuðu átta leikja sigurgöngu Cleveland Cavaliers með 108-100 sigri í framlengdum leik. Cleveland höfðu forystu nær allan leikinn en í síðasta leikhluta komu Charlotte-menn til baka og náðu að jafna. Þeir áttu svo meira eftir til að klára framlenginguna. LeBron James var að vanda langatkvæðamestur Cleveland-manna, skoraði 37 stig og gaf 6 stoðsendingar. Hjá Charlotte skiptist stigaskorið jafnar á milli manna; Gerald Wallace var stigahæstur með 27 stig, Matt Carroll skoraði 20, Raymond Felton 17 og Walter Herrmann kom af bekknum og skoraði 19 stig.
Önnur úrslit í gærkvöldi:
New York - Dallas 77- 92
New Jersey - Denver 90- 94
Charlotte - Cleveland 108-100
Detroit - Philadelphia 96- 75
Memphis - New Orleans 103-114
Houston - Indiana 86- 76
Portlan - Washington 100- 98
Phoenix - Minnesota 108- 90
Chicago - LA Clippers 89-103
Utah - Golden State 104-100