Bargnani var nýliði febrúarmánaðar í NBANordicPhotos/GettyImages
Ítalski framherjinn Andrea Bargnani hjá Toronto Raptors fékk botnlangakast í nótt og var fluttur á sjúkrahús. Botnlanginn var tekinn úr honum og er hann nú á batavegi. Bargnani er 21 árs gamall og var tekinn númer eitt í nýliðavalinu í NBA síðasta sumar. Hann er almennt talinn eiga góða möguleika á að verða valinn nýliði ársins og skorar 11 stig og hirðir 4 fráköst. Ekki er vitað hvenær leikmaðurinn getur byrjað að æfa á ný.