Dwyane Wade verður ekki með liði Miami á næstunniNordicPhotos/GettyImages
Dwyane Wade hjá Miami Heat fór í nótt úr axlarlið þegar meistararnir töpuðu fyrir Houston Rockets. Enn hefur ekki verið staðfest hvað leikmaðurinn verður lengi frá keppni, en þess má geta að Vladimir Radmanovic hjá LA Lakers hlaut sömu meiðsli fyrir nokkru og hann verður frá í tvo mánuði, svo útlitið er ekki gott hjá meisturunum.