Viðskipti erlent

Borgaði Apple fyrir iPhone nafnið?

Nú eru uppi kenningar um að Apple hafi borgað Cisco milljónir dala fyrir afnot af iPhone nafninu. Fyrirtækin hafa rifust um nafnið í nokkrar vikur þar til í dag að þau náðu samkomulagi um að Apple mætti nota nafnið. Cisco hefur notað iPhone sem vörumerki á internet símaþjónustu í nær sjö ár.

Þar sem Cisco hefur eytt töluverðum peningum í að markaðssetja og kynna vörumerkið er talið nær útilokað annað en Apple hafi þurft að borga dágóðar summur fyrir afnotin. Engin smáatriði hafa verið látin uppi um samkomulag fyrirtækjanna og ýtir það enn frekar undir sögusagnir um að háar fjárhæðir séu í spilinu.


Tengdar fréttir

Apple og Cisco ná sáttum

Bandarísku tölvufyrirtækin Apple og Cisco hafa náð sáttum sem felur í sér að bæði fyrirtækin geta notað vörumerkið iPhone. Steve Jobs, forstjóri Apple, greindi frá því í síðasta mánuði að Apple ætli að setja margmiðlunarsímann iPhone á markað í haust. Forsvarsmenn Cisco Systems bentu hins vegar á að fyrirtækið hefði átt vörumerkið síðan árið 2000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×