
Fótbolti
Rúrik samdi við Viborg

Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason gerði í dag þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarfélagið Viborg, en hann var með lausa samninga hjá enska félaginu Charlton. Rúrik var með samning undir höndum hjá danska félaginu í gær og skrifaði undir hann í dag. Stjórnarformaður félagsins sagðist í gær vongóður um að landa Rúrik og sagði félagið hafa mikinn áhuga á að ganga frá samningi við hann.