Körfubolti

Sögulegur árangur Dallas

Dallas tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum í haust en síðan þá hefur liðið aðeins tapað fimm leikjum í 51 leik.
Dallas tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum í haust en síðan þá hefur liðið aðeins tapað fimm leikjum í 51 leik. MYND/Getty

Dallas varð í nótt fjórða liðið í sögu NBA til að vinna yfir 10 leiki í röð á þremur mismunandi tímabilum á leiktíð.  Dallas vann Denver í nótt og var það 11. sigurleikur liðsins í röð en fyrr í vetur hafði liðið náð að vinna 12 og 13 leiki í röð. Ef mið er tekið af sögunni á Dallas meistaratitilinn næsta vísan.

Hin liðin sem hafa náð þessum magnaða árangri voru Milwaukee Bucks (1970-71), Philadelphia 76ers (1980-81) og LA Lakers (1999-2000). Dallas hefur unnið 46 af 51 síðustu leikjum sínum eftir að hafa byrjað tímabilið í haust á því að tapa fyrstu fjórum leikjunum.

Ef Dallas heldur áfram á sömu braut það sem eftir lifir tímabils og stendur ekki uppi sem sigurvegari deildarinnar í sumar er það algjörlega á skjön við það sem sagan segir. Tölfræðin sýnir að nánast öll lið sem ná sambærilegum rispum og Dallas hefur gert nú verður meistari.

Philadelphia-liðið frá ´80-81 varð reyndar ekki meistari, tapaði 4-3 fyrir Larry Bird og félögum í Boston í úrslitum Austurdeildarinnar í eftirminnilegri seríu. Hin tvö liðin, þ.e. Bucks ´70-71 og Lakers ´99-00 urðu meistarar NBA-deildarinnar með afar sannfærandi hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×