Innlent

Vilja færa málefni aldraðra og öryrkja til sveitarfélaga

Í gær var gengið frá skipun fulltrúa í nefnd sem á að koma með tillögur um hverning flytja má málefni aldraðra og öryrkja frá ríki til sveitarfélaga. Landsþing sveitarfélaga var haldið í Reykjavík í gær og þar kom fram tillaga þar sem skorað er á menntamálaráðherra að taka jákvætt í hugmyndir sveitarfélaga um að taka einnig yfir rekstur framhaldsskóla í tilraunaskyni, og hefja sem fyrst undirbúning að því í samvinnu við sveitarfélögin.

Tillagan var lögð fram af Gunnari Einarssyni bæjarstjóra í Garðabæ, Júlíusi Vífil Ingvarssyni formanni menntaráðs í Reykjavík og Soffíu Lárusdóttur forseta bæjarstjórnar á Egilsstöðum. Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sveitarfélögin vel í stakk búin til að taka við auknum verkefnum ef tekjur eru tryggðar á móti rekstri og bendir á góðan árangur við yfirtöku grunnskólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×