Kvennalið Stjörnunnar er komið með níu fingur á Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sannfærandi sigur á Haukum í Hafnarfirði í dag, 32-26 . Stjarnan er nú komin með 35 stig á toppi DHL-deildar kvenna, sex stigum meira en næsta lið, og á titilinn næsta vísan.
Leikurinn var í járnum framan af en eftir því sem á leið náði Stjörnustúlkur undirtökunum sem þær áttu síðan aldrei eftir að láta af hendi. Kristín Guðmundsson átti stórleik fyrir Stjörnuna og skoraði níu mörk en Sólveig Kjærnestedt skoraði sjö mörk. Þá varði Florentina Grecu 17 skot í markinu. Hjá Haukum var Ramune Pekarskyte með 11 mörk, þar af sex úr vítum.
Stjarnan er með 35 stig í efsta sæti, Grótta er í öðru sæti með 29 stig og Valur í því þriðja með 28 stig. Haukar koma síðan í fjórða sæti með 27 stig.