Álfaálög á dansflokknum 26. febrúar 2007 10:00 Valgerður Rúnarsdóttir er varla ánægð með ástandið hjá Íslenska dansflokknum þar sem hvert óhappið á fætur öðru hefur riðið yfir flokkinn síðan að æfingar á Í okkar nafni hófust. Hvert áfallið á fætur öðru hefur riðið yfir Íslenska dansflokkinn undanfarnar vikur, á meðan hann stóð í æfingum fyrir sýninguna Í okkar nafni, sem frumsýnd var á föstudaginn. „Það eru nokkrir eftir heilir, við skulum orða það þannig,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, dansari. Sjálf er hún með rifinn liðþófa í hné, einn dansari fór í bakinu, annar nefbrotnaði og braut úr tönn og sá þriðji sleit liðbönd í ökkla. Þar að auki hafa pestir og veikindi herjað á hópinn. Sýningin samanstendur af tveimur verkum, en í öðru þeirra eru fjórtán dansarar, jafn margir og eru í dansflokknum. „Það hafa verið á nálum, af því það er enginn eftir til að hlaupa í skarðið vegna meiðsla,“ sagði Valgerður. Það fór því svo að æfingastjóri hópsins, Gianluca Vincentini, varð að taka að sér hlutverk. Álfar og huldufólk eru þema annars verksins, og var það orðið mál manna að einhverjir af því kyni hafi reiðst hópnum. „Við fórum í það verkefni með alls konar álfasögur í huga, og vorum að grafa upp gamlar þjóðsögur. Við sögðum einmitt við danshöfundinn, Roberto Oliván, að svona gerðist stundum hér. Fólk reyndi að byggja vegi og það gengi bara ekkert,“ sagði Valgerður. „Ég er nú eiginlega farin að hallast að því að þetta gæti bara verið,“ sagði hún og hló við. Frumsýningin fór þó fram á réttum tíma þrátt fyrir allt. „Það eru allir svo miklir fagmenn að ef eitthvað klikkar standa allir saman og leggjast á eitt. Það er þetta gamla góða: the show must go on,“ sagði Valgerður. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hvert áfallið á fætur öðru hefur riðið yfir Íslenska dansflokkinn undanfarnar vikur, á meðan hann stóð í æfingum fyrir sýninguna Í okkar nafni, sem frumsýnd var á föstudaginn. „Það eru nokkrir eftir heilir, við skulum orða það þannig,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, dansari. Sjálf er hún með rifinn liðþófa í hné, einn dansari fór í bakinu, annar nefbrotnaði og braut úr tönn og sá þriðji sleit liðbönd í ökkla. Þar að auki hafa pestir og veikindi herjað á hópinn. Sýningin samanstendur af tveimur verkum, en í öðru þeirra eru fjórtán dansarar, jafn margir og eru í dansflokknum. „Það hafa verið á nálum, af því það er enginn eftir til að hlaupa í skarðið vegna meiðsla,“ sagði Valgerður. Það fór því svo að æfingastjóri hópsins, Gianluca Vincentini, varð að taka að sér hlutverk. Álfar og huldufólk eru þema annars verksins, og var það orðið mál manna að einhverjir af því kyni hafi reiðst hópnum. „Við fórum í það verkefni með alls konar álfasögur í huga, og vorum að grafa upp gamlar þjóðsögur. Við sögðum einmitt við danshöfundinn, Roberto Oliván, að svona gerðist stundum hér. Fólk reyndi að byggja vegi og það gengi bara ekkert,“ sagði Valgerður. „Ég er nú eiginlega farin að hallast að því að þetta gæti bara verið,“ sagði hún og hló við. Frumsýningin fór þó fram á réttum tíma þrátt fyrir allt. „Það eru allir svo miklir fagmenn að ef eitthvað klikkar standa allir saman og leggjast á eitt. Það er þetta gamla góða: the show must go on,“ sagði Valgerður.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp