Tók kennslu og einkalíf fram yfir fyrirtækið Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. febrúar 2007 05:30 Allen Michel Prófessor við Boston University Allen Michel er gestakennari við MBA-nám Háskólans í Reykjavík. Hann hefur viðamikla reynslu sem ráðgjafi í dómsmálum tengdum fjármálum fyrirtækja og sérfróður á sviði samruna og yfirtakna. Hann lætur vel af íslenskum MBA nemendum sem hann segir standa framar öðrum. MYND/Heiða Ekki er á honum að sjá að hann hafi rannsakað og elst við einhverja umsvifamestu hvítflibbaglæpamenn Bandaríkjanna. Allen Michel er hæglátur en hress kennari fram í fingurgóma, prófessor við háskólann í Boston í Bandaríkjunum og einn af eftirsóttustu gestakennurum heims á sínu sviði, sem snýr að fyrirtækjasamrunum og -kaupum. Hann er einn af nokkrum erlendum kennurum við MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík sem hingað koma í vetur. Fyrir tveimur árum seldi Allen Michel hlut sinn í ráðgjafarfyrirtækinu Michel-Shaked Group, sem hann stofnaði fyrir um tveimur áratugum og rak í sautján ár, til þess að geta einbeitt sér að því sem honum finnst skemmtilegast í lífinu, rannsóknum og kennslu. Þegar blaðamann bar að garði í Háskólanum í Reykjavík var kennslustund að ljúka og augljóst að Allen hafði alla athygli nemenda sinna þar sem hann stóð úti á miðju gólfi, baðaði út öngum og átti í líflegum samræðum við hópinn. „Ég elska kennslu og raunar allt uppfræðsluferlið,“ upplýsir hann enda að kennslustund lokinni. „Ég hef gaman af samskiptunum, finnst gaman að hitta nemendur og finnst skemmtilegt að rekast á þá fimm árum eftir að hafa kennt þeim og sjá hvað þeir eru að aðhafast.“ Hann segir engu máli skipta hvort þetta gerist í Boston eða í Reykjavik, það sé alls staðar jafn gaman. Hrósar íslenskum nemendum„Í hartnær tvo áratugi sinnti ég fyrirtæki sem átti tíma minn nánast allan, en eftir að hafa selt fyrirtækið helgaði ég mig kennslu,“ segir Allen Michel og kveðst í raun hafa fundið fyrir létti við þessi tímamót. „Mér fannst þetta frábært. Áður hafði ég engan tíma aflögu til að sinna hugðarefnum mínum og langaði til að njóta lífsins,“ segir hann og rifjar upp hvernig hann hafi mátt sitja í skrifstofuskonsu í sumarhúsi fjölskyldunnar með kassa fulla af skjölum meðan konan og börnin léku sér í báti á vatni við bústaðinn þar sem hann gat séð til þeirra út um gluggann. „Lífið er of stutt til að sitja árum saman á skrifstofu og þræla fyrir viðskiptavini fremur en að njóta lífsins, sagði ég við sjálfan mig. Þegar ég seldi gat ég eytt meiri tíma í golf en áður, ég leik tennis og svo hef ég tíma fyrir nemendur mína í háskólanum. Svo hef ég líka tíma fyrir rannsóknir. Ég get því loksins gert það sem til er ætlast af prófessorum, ég hef rúm fyrir rannsóknir og svo dálítinn tíma aflögu til að njóta lífsins.“ Allen Michel segist kenna íslensku nemendunum fjármálahugtök sem skipti máli í viðskiptalífinu eins og það sé uppbyggt í heiminum í dag. Tilgangurinn er að auka færni nemendanna í að efla vöxt og viðgang fyrirtækja sinna,“ bætir hann við. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kenni MBA-námskeið hér, en ég hef kennt ótalmörg slík víðs vegar um heiminn og er því tæpast nýgræðingur í faginu,“ segir hann og kveður íslensku nemendurna njóta nokkurrar sérstöðu og hrósar þeim raunar mjög. „Nemendurnir hér standa framar en venjulegir MBA-nemendur á nokkrum sviðum. Þeir eru til dæmis mjög vel valdir inn í námið og nemendurnir í þessu námskeiði sem ég kenni eru afburðanemendur. Þeir hafa á að skipa almennu innsæi í viðskipti sem nemendur hafa almennt ekki náð. Ástæða þessa tel ég vera að nemendurnir eru aðeins eldri en meðalnemandinn, hafa orðið sér úti um meiri reynslu og jafnvel betri reynslu líka.“ Í Bandaríkjunum segir hann að í MBA nám sæki jafnan fólk sem hefur tveggja til þriggja ára starfsreynslu eftir BA nám meðan hér hafi nemendurnir margir hverjir 10 til 15 ára reynslu af atvinnumarkaði. „Þar munar miklu á. Eftir bara þrjú til fimm ár í starfi sér fólk viðskiptalífið ennþá út frá því afmarkaða sjónarhorni. Með tíma og aukinni reynslu nær fólk meiri yfirsýn og hefur jafnvel unnið víða.“ Þá segir hann ekki ólíklegt að smæð landsins og fyrirtækjanna skipti þarna máli, því vægi hvers starfsmanns kunni að aukast í smærra viðskiptaumhverfi líkt og hér þar sem fólk þurfi snemma að axla ábyrgð og hafi jafnvel fyrr meiri áhrif. „Með aukinni ábyrgð kemur líka löngunin til að afla sér hagnýtrar þekkingar,“ segir Allen Michel og telur að ytra sé algengara að nemendurnir hafi sjálfa prófgráðuna að markmiði meðan hér séu nemendurnir að afla sér hagnýtrar þekkingar. Græðgin er uppspretta glæpaVerkefnaskortur heimafyrir er ekki nokkuð sem hrjáir mann á borð við Michel Allen og vaknar því spurningin um af hverju hann sé hér á klakanum að kenna. „Þetta hafði nú nokkurn aðdraganda,“ segir hann og ekki laust við að á honum sé að heyra að hann hafi verið plataður til landsins. „Hér var við kennslu annar prófessor við Háskólann í Boston sem var mjög hrifinn af landinu og nemendunum. Hann kom aftur heim, að ég tel með þau fyrirmæli að finna einhvern sem kennt gæti fjármál og ganga úr skugga um að viðkomandi gæti kennt, hefði á að skipa reynslu og hentaði kennsluumhverfinu.“ Þessi samkennari Allens kom svo til hans og hóf nokkurs konar markaðssetningu á Íslandi, án þess að láta vita af fyrirætlunum sínum. „Þetta gekk hins vegar mjög vel hjá honum,“ segir Allen Michel og hlær. „Hann var alltaf að segja mér eitthvað smálegt af Íslandi og upplýsa um hvað hann skemmti sér vel hér og þar fram eftir götunum. Svo kom að því einn daginn að hann spyr hvort mig myndi ekki langa að skreppa yfir til að kenna. Þá var ég raunar þegar orðinn spenntur fyrir landinu og þurfi því ekki miklar fortölur til. Við bættist að ég kann vel við og virði manninn og þurfti því ekki að tala lengi við Finn Oddsson, umsjónarmann námsins hér, áður en ég var búinn að taka verkið að mér. Við náðum samkomulagi á dagstund eða svo,“ segir hann og kveðst ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég vona bara að nemendurnir séu ánægðir með þetta líka.“ Hann segir hins vegar líka að hefði verið leitað til hans fyrir tveimur árum meðan hann var enn að reka fyrirtæki sitt þá hefði för hans hingað aldrei komið til greina. „Ég hafði óhemjumikið að gera á þeim tíma.“ Fyrirtækið Michel-Shaked Group er enn að og stöku sinnum er leitað til Allens Michel til ráðgjafar í einstökum málum. Hann fer því varlega þegar kemur að umræðum um einstök fyrirtæki. „Það verður enda lesið þetta viðtal,“ segir hann og kýs augljóslega að forðast að brjóta trúnað eða segja nokkuð það sem gæti orðið til að hallaði á fyrirtækið í hörðum slag fyrirtækjalögfræðinga fyrir bandarískum dómstólum. Hann hefur meðal annars verið kallaður til að gefa sérfróðan vitnisburð í áberandi svikamálum á borð við Enron-hneykslið og svo málsóknum tengdum Haliburton, auk þess að hafa rannsakað fjöldann allan af smærri málum. Í fæstum tilvikum þar sem forsvarsmenn fyrirtækja hafa vikið út af þröngum vegi dygðarinnar er þar um að ræða góðar fyrirætlanir sem endað hafi illa. „Í um 90 prósentum tilvika snýst þetta um græðgi. Menn halda að þeir komist upp með bókhaldsæfingar eða fara á bak við stjórnir með það fyrir augum að hagnast á því. Margir nást hins vegar á endanum.“ Hann segir hins vegar dæmi um forstjóra sem skilji ekki hvernig þeir hafi brotið af sér þegar fyrirtæki hafi lent í vandræðum og telji sig hafa unnið af heilum hug að hag hluthafa fyrirtækisins. „Það sem þeir gleyma þá er að þegar fyrirtæki komast í þrot eiga þeir líka að bera hag kröfuhafa fyrir brjósti.“ Allen Michel segir hvítflibbaglæpi algengari en góðu hófi gegni og hefur orð á því að áhyggjuefni sé hversu færst hafi í vöxt afturvirkir kaupréttarsamningar. „Þeir eru virkilega á gráu svæði,“ segir hann, en glæpsamlegir eru þeir víst ekki nema forstjórar útbúi slíka samninga án vitundar stjórnar fyrirtækjanna. Fyrirtækin stækka í útlöndumMichel hefur ekki skoðað íslenskt viðskiptalíf sérstaklega, en segir ljóst að hér sé mikið af góðu fólki og bæði kraftur og möguleikar í viðskiptalífinu sem gert geti íslenskum fyrirtækjum kleift að láta til sín taka í alþjóðlegri samkeppni. „Enda er alveg ljóst að fyrirtækin geta ekki bara haldið sig við Ísland. Eftir því sem þau stækka meira þá verða þau að leita út fyrir landsteinana ef þau ætla að viðhalda vexti sínum.“ Hann segir að fyrirtækin þurfi að horfa til Norðurlanda og svo heimsins alls. Íslensk fyrirtæki láti því til sín taka á heimsmarkaði án þess að smæð heimamarkaðarins verði þeim til trafala. Allen segir fyrirtækin njóta þess að fólk sé hér með góða menntun, hafi farið víða um heiminn og hafi á að skipa bæði reynslu og tungumálaþekkingu. „Íslendingar koma sér í þá stöðu að taka þátt í fyrirtækjum utan landsins og gengur vel að innlima þau. Ég held að hlutabréfamarkaðurinn íslenski endurspegli álit heimsins á getu landsins til að vera samkeppnishæft. Íslenskum fyrirtækjum hefur vegnað vel á hlutabréfamarkaði og hann endurspeglar væntingar markaðarins til vaxtar fyrirtækjanna. Á Íslandi nægir ekki innri vöxtur heldur þurfa fyrirtækin að vaxa út.“ Þrátt fyrir lýsingar Allens Michel á möguleikum íslenskra fyrirtækja finnst honum greinilega nokkuð til þess koma þegar honum er sagt að FL Group sé nú orðið stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, með tæplega níu prósenta hlut. Hann fagnar aðkomu Íslendinga að bandarískum flugrekstri. „Í þeim iðnaði er mikil hreyfing í gangi og má segja að ekki veiti af allri aðstoð og nýrri sýn erlendis frá.“ Almennt talað segir hann flugiðnað vestra ekki hafa farnast vel og bendir á að frá því að flugrekstur var gefinn þar frjáls árið 1978 hafi yfir 120 flugfélög farið á hausinn. „Það er því ljóst að þarna er iðnaður sem þarf á nýrri nálgun að halda.“ Jafnframt telur hann að í geiranum sé komið að auknum samruna þótt hann kunni ef til vill að ganga hægar en búist hefur verið við. „Í flugiðnaðinum er ennþá umframgeta og ein leið til að virkja hana er samruni fyrirtækja þar sem óarðbærar einingar eru skornar frá. Einhver hagkvæmasta leiðin í samruna er að sameinast fyrirtæki sem er gjaldþrota. Því ef staðan er slík er hægt að fá dómstóla til að ógilda samninga sem í gangi eru og byrja þannig upp á nýtt, án þess að vera með launahala eða bundinn samningum um framtíðarkaup á flugvélum.“ Allen Michel segir því ekki nokkra spurningu um annað en að í bandarískum flugiðnaði sé fjöldi tækifæra, sem og víðar um heiminn fyrir íslensk fyrirtæki. Hann segist hafa tröllatrú á landanum og er raunar kominn í hóp „Íslandsvina“ því ferð hans hingað núna til kennslu var hans önnur heimsókn til landsins og til stendur að hann haldi hér áfram stundakennslu næsta vetur. Viðtöl Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ekki er á honum að sjá að hann hafi rannsakað og elst við einhverja umsvifamestu hvítflibbaglæpamenn Bandaríkjanna. Allen Michel er hæglátur en hress kennari fram í fingurgóma, prófessor við háskólann í Boston í Bandaríkjunum og einn af eftirsóttustu gestakennurum heims á sínu sviði, sem snýr að fyrirtækjasamrunum og -kaupum. Hann er einn af nokkrum erlendum kennurum við MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík sem hingað koma í vetur. Fyrir tveimur árum seldi Allen Michel hlut sinn í ráðgjafarfyrirtækinu Michel-Shaked Group, sem hann stofnaði fyrir um tveimur áratugum og rak í sautján ár, til þess að geta einbeitt sér að því sem honum finnst skemmtilegast í lífinu, rannsóknum og kennslu. Þegar blaðamann bar að garði í Háskólanum í Reykjavík var kennslustund að ljúka og augljóst að Allen hafði alla athygli nemenda sinna þar sem hann stóð úti á miðju gólfi, baðaði út öngum og átti í líflegum samræðum við hópinn. „Ég elska kennslu og raunar allt uppfræðsluferlið,“ upplýsir hann enda að kennslustund lokinni. „Ég hef gaman af samskiptunum, finnst gaman að hitta nemendur og finnst skemmtilegt að rekast á þá fimm árum eftir að hafa kennt þeim og sjá hvað þeir eru að aðhafast.“ Hann segir engu máli skipta hvort þetta gerist í Boston eða í Reykjavik, það sé alls staðar jafn gaman. Hrósar íslenskum nemendum„Í hartnær tvo áratugi sinnti ég fyrirtæki sem átti tíma minn nánast allan, en eftir að hafa selt fyrirtækið helgaði ég mig kennslu,“ segir Allen Michel og kveðst í raun hafa fundið fyrir létti við þessi tímamót. „Mér fannst þetta frábært. Áður hafði ég engan tíma aflögu til að sinna hugðarefnum mínum og langaði til að njóta lífsins,“ segir hann og rifjar upp hvernig hann hafi mátt sitja í skrifstofuskonsu í sumarhúsi fjölskyldunnar með kassa fulla af skjölum meðan konan og börnin léku sér í báti á vatni við bústaðinn þar sem hann gat séð til þeirra út um gluggann. „Lífið er of stutt til að sitja árum saman á skrifstofu og þræla fyrir viðskiptavini fremur en að njóta lífsins, sagði ég við sjálfan mig. Þegar ég seldi gat ég eytt meiri tíma í golf en áður, ég leik tennis og svo hef ég tíma fyrir nemendur mína í háskólanum. Svo hef ég líka tíma fyrir rannsóknir. Ég get því loksins gert það sem til er ætlast af prófessorum, ég hef rúm fyrir rannsóknir og svo dálítinn tíma aflögu til að njóta lífsins.“ Allen Michel segist kenna íslensku nemendunum fjármálahugtök sem skipti máli í viðskiptalífinu eins og það sé uppbyggt í heiminum í dag. Tilgangurinn er að auka færni nemendanna í að efla vöxt og viðgang fyrirtækja sinna,“ bætir hann við. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég kenni MBA-námskeið hér, en ég hef kennt ótalmörg slík víðs vegar um heiminn og er því tæpast nýgræðingur í faginu,“ segir hann og kveður íslensku nemendurna njóta nokkurrar sérstöðu og hrósar þeim raunar mjög. „Nemendurnir hér standa framar en venjulegir MBA-nemendur á nokkrum sviðum. Þeir eru til dæmis mjög vel valdir inn í námið og nemendurnir í þessu námskeiði sem ég kenni eru afburðanemendur. Þeir hafa á að skipa almennu innsæi í viðskipti sem nemendur hafa almennt ekki náð. Ástæða þessa tel ég vera að nemendurnir eru aðeins eldri en meðalnemandinn, hafa orðið sér úti um meiri reynslu og jafnvel betri reynslu líka.“ Í Bandaríkjunum segir hann að í MBA nám sæki jafnan fólk sem hefur tveggja til þriggja ára starfsreynslu eftir BA nám meðan hér hafi nemendurnir margir hverjir 10 til 15 ára reynslu af atvinnumarkaði. „Þar munar miklu á. Eftir bara þrjú til fimm ár í starfi sér fólk viðskiptalífið ennþá út frá því afmarkaða sjónarhorni. Með tíma og aukinni reynslu nær fólk meiri yfirsýn og hefur jafnvel unnið víða.“ Þá segir hann ekki ólíklegt að smæð landsins og fyrirtækjanna skipti þarna máli, því vægi hvers starfsmanns kunni að aukast í smærra viðskiptaumhverfi líkt og hér þar sem fólk þurfi snemma að axla ábyrgð og hafi jafnvel fyrr meiri áhrif. „Með aukinni ábyrgð kemur líka löngunin til að afla sér hagnýtrar þekkingar,“ segir Allen Michel og telur að ytra sé algengara að nemendurnir hafi sjálfa prófgráðuna að markmiði meðan hér séu nemendurnir að afla sér hagnýtrar þekkingar. Græðgin er uppspretta glæpaVerkefnaskortur heimafyrir er ekki nokkuð sem hrjáir mann á borð við Michel Allen og vaknar því spurningin um af hverju hann sé hér á klakanum að kenna. „Þetta hafði nú nokkurn aðdraganda,“ segir hann og ekki laust við að á honum sé að heyra að hann hafi verið plataður til landsins. „Hér var við kennslu annar prófessor við Háskólann í Boston sem var mjög hrifinn af landinu og nemendunum. Hann kom aftur heim, að ég tel með þau fyrirmæli að finna einhvern sem kennt gæti fjármál og ganga úr skugga um að viðkomandi gæti kennt, hefði á að skipa reynslu og hentaði kennsluumhverfinu.“ Þessi samkennari Allens kom svo til hans og hóf nokkurs konar markaðssetningu á Íslandi, án þess að láta vita af fyrirætlunum sínum. „Þetta gekk hins vegar mjög vel hjá honum,“ segir Allen Michel og hlær. „Hann var alltaf að segja mér eitthvað smálegt af Íslandi og upplýsa um hvað hann skemmti sér vel hér og þar fram eftir götunum. Svo kom að því einn daginn að hann spyr hvort mig myndi ekki langa að skreppa yfir til að kenna. Þá var ég raunar þegar orðinn spenntur fyrir landinu og þurfi því ekki miklar fortölur til. Við bættist að ég kann vel við og virði manninn og þurfti því ekki að tala lengi við Finn Oddsson, umsjónarmann námsins hér, áður en ég var búinn að taka verkið að mér. Við náðum samkomulagi á dagstund eða svo,“ segir hann og kveðst ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég vona bara að nemendurnir séu ánægðir með þetta líka.“ Hann segir hins vegar líka að hefði verið leitað til hans fyrir tveimur árum meðan hann var enn að reka fyrirtæki sitt þá hefði för hans hingað aldrei komið til greina. „Ég hafði óhemjumikið að gera á þeim tíma.“ Fyrirtækið Michel-Shaked Group er enn að og stöku sinnum er leitað til Allens Michel til ráðgjafar í einstökum málum. Hann fer því varlega þegar kemur að umræðum um einstök fyrirtæki. „Það verður enda lesið þetta viðtal,“ segir hann og kýs augljóslega að forðast að brjóta trúnað eða segja nokkuð það sem gæti orðið til að hallaði á fyrirtækið í hörðum slag fyrirtækjalögfræðinga fyrir bandarískum dómstólum. Hann hefur meðal annars verið kallaður til að gefa sérfróðan vitnisburð í áberandi svikamálum á borð við Enron-hneykslið og svo málsóknum tengdum Haliburton, auk þess að hafa rannsakað fjöldann allan af smærri málum. Í fæstum tilvikum þar sem forsvarsmenn fyrirtækja hafa vikið út af þröngum vegi dygðarinnar er þar um að ræða góðar fyrirætlanir sem endað hafi illa. „Í um 90 prósentum tilvika snýst þetta um græðgi. Menn halda að þeir komist upp með bókhaldsæfingar eða fara á bak við stjórnir með það fyrir augum að hagnast á því. Margir nást hins vegar á endanum.“ Hann segir hins vegar dæmi um forstjóra sem skilji ekki hvernig þeir hafi brotið af sér þegar fyrirtæki hafi lent í vandræðum og telji sig hafa unnið af heilum hug að hag hluthafa fyrirtækisins. „Það sem þeir gleyma þá er að þegar fyrirtæki komast í þrot eiga þeir líka að bera hag kröfuhafa fyrir brjósti.“ Allen Michel segir hvítflibbaglæpi algengari en góðu hófi gegni og hefur orð á því að áhyggjuefni sé hversu færst hafi í vöxt afturvirkir kaupréttarsamningar. „Þeir eru virkilega á gráu svæði,“ segir hann, en glæpsamlegir eru þeir víst ekki nema forstjórar útbúi slíka samninga án vitundar stjórnar fyrirtækjanna. Fyrirtækin stækka í útlöndumMichel hefur ekki skoðað íslenskt viðskiptalíf sérstaklega, en segir ljóst að hér sé mikið af góðu fólki og bæði kraftur og möguleikar í viðskiptalífinu sem gert geti íslenskum fyrirtækjum kleift að láta til sín taka í alþjóðlegri samkeppni. „Enda er alveg ljóst að fyrirtækin geta ekki bara haldið sig við Ísland. Eftir því sem þau stækka meira þá verða þau að leita út fyrir landsteinana ef þau ætla að viðhalda vexti sínum.“ Hann segir að fyrirtækin þurfi að horfa til Norðurlanda og svo heimsins alls. Íslensk fyrirtæki láti því til sín taka á heimsmarkaði án þess að smæð heimamarkaðarins verði þeim til trafala. Allen segir fyrirtækin njóta þess að fólk sé hér með góða menntun, hafi farið víða um heiminn og hafi á að skipa bæði reynslu og tungumálaþekkingu. „Íslendingar koma sér í þá stöðu að taka þátt í fyrirtækjum utan landsins og gengur vel að innlima þau. Ég held að hlutabréfamarkaðurinn íslenski endurspegli álit heimsins á getu landsins til að vera samkeppnishæft. Íslenskum fyrirtækjum hefur vegnað vel á hlutabréfamarkaði og hann endurspeglar væntingar markaðarins til vaxtar fyrirtækjanna. Á Íslandi nægir ekki innri vöxtur heldur þurfa fyrirtækin að vaxa út.“ Þrátt fyrir lýsingar Allens Michel á möguleikum íslenskra fyrirtækja finnst honum greinilega nokkuð til þess koma þegar honum er sagt að FL Group sé nú orðið stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, með tæplega níu prósenta hlut. Hann fagnar aðkomu Íslendinga að bandarískum flugrekstri. „Í þeim iðnaði er mikil hreyfing í gangi og má segja að ekki veiti af allri aðstoð og nýrri sýn erlendis frá.“ Almennt talað segir hann flugiðnað vestra ekki hafa farnast vel og bendir á að frá því að flugrekstur var gefinn þar frjáls árið 1978 hafi yfir 120 flugfélög farið á hausinn. „Það er því ljóst að þarna er iðnaður sem þarf á nýrri nálgun að halda.“ Jafnframt telur hann að í geiranum sé komið að auknum samruna þótt hann kunni ef til vill að ganga hægar en búist hefur verið við. „Í flugiðnaðinum er ennþá umframgeta og ein leið til að virkja hana er samruni fyrirtækja þar sem óarðbærar einingar eru skornar frá. Einhver hagkvæmasta leiðin í samruna er að sameinast fyrirtæki sem er gjaldþrota. Því ef staðan er slík er hægt að fá dómstóla til að ógilda samninga sem í gangi eru og byrja þannig upp á nýtt, án þess að vera með launahala eða bundinn samningum um framtíðarkaup á flugvélum.“ Allen Michel segir því ekki nokkra spurningu um annað en að í bandarískum flugiðnaði sé fjöldi tækifæra, sem og víðar um heiminn fyrir íslensk fyrirtæki. Hann segist hafa tröllatrú á landanum og er raunar kominn í hóp „Íslandsvina“ því ferð hans hingað núna til kennslu var hans önnur heimsókn til landsins og til stendur að hann haldi hér áfram stundakennslu næsta vetur.
Viðtöl Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira