Þríréttuð vika og vín með 28. febrúar 2007 00:01 Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Hér heima hlóð maður upp í bönkunum strax eftir uppgjörin og búinn að innleysa slatta af því nú þegar. Tók svolítið heim undir lok dags á mánudaginn. Maður á að hirða svona happdrættisvinninga eins og þetta Moody's mat og taka það heim strax áður en efasemdirnar byrja að krauma. Fýlupúkarnir hjá Merrill Lynch og Danske Bank hjálpuðu mér í fyrra að græða peninga. Ég keypti talsvert af skuldabréfum íslensku bankanna gegnum miðlarann minn í London, þegar umræðan var hvað neikvæðust. Nú er ég með gengishagnað af þeim bréfum og svo tekur maður bónusinn af gengi krónunnar þegar það veikist á ný. Það er auðvitað ekki nema von að maður taki öll kvöldin á Food & Fun þegar svona gengur. Þríréttað með viðeigandi víni öll kvöldin í vikunni hjá mér. Annars þarf maður að fara að búa sig undir magrari daga fljótlega. Ég held að Greenspan hafi rétt fyrir sér að það fari að hægja á í USA. Þá lækka vextirnir og maður fer að taka dollaralán til að taka þátt í hagræðingu á bankamarkaði á Norðurlöndum. Það eru alltaf tækifæri á markaði og evrópski bankamarkaðurinn verður í aksjón á næstu árum. Ég held að menn eigi eftir mikla tiltekt í Evrópu með tilheyrandi gróða fyrir þá sem staðsetja sig rétt. Ég verð þar, það getið þið bókað. Ég er búinn að selja hlutinn minn í Finnair. Ég nenni ekki að vera í félagi sem ekki kann sig í samskiptum við stærstu hluthafa. Færði alla stöðuna inn í Sampo og býst við að þeir séu kurteisari á þeim bænum. Svo er ég búinn að valda næstum allar stöður í bönkum í Skandinavíu. Á bæði í Nordea og SEB og einhverjum sjoppum til viðbótar. Það er alveg sama hvaða lest fer af stað. Ég kemst með henni á áfangastað. Og það er öruggt að einhver þeirra fer af stað, en meiri áhöld um hver þeirra það verður. Þess vegna á skynsamur maður eins og ég miða með þeim öllum.Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Food and Fun Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Hér heima hlóð maður upp í bönkunum strax eftir uppgjörin og búinn að innleysa slatta af því nú þegar. Tók svolítið heim undir lok dags á mánudaginn. Maður á að hirða svona happdrættisvinninga eins og þetta Moody's mat og taka það heim strax áður en efasemdirnar byrja að krauma. Fýlupúkarnir hjá Merrill Lynch og Danske Bank hjálpuðu mér í fyrra að græða peninga. Ég keypti talsvert af skuldabréfum íslensku bankanna gegnum miðlarann minn í London, þegar umræðan var hvað neikvæðust. Nú er ég með gengishagnað af þeim bréfum og svo tekur maður bónusinn af gengi krónunnar þegar það veikist á ný. Það er auðvitað ekki nema von að maður taki öll kvöldin á Food & Fun þegar svona gengur. Þríréttað með viðeigandi víni öll kvöldin í vikunni hjá mér. Annars þarf maður að fara að búa sig undir magrari daga fljótlega. Ég held að Greenspan hafi rétt fyrir sér að það fari að hægja á í USA. Þá lækka vextirnir og maður fer að taka dollaralán til að taka þátt í hagræðingu á bankamarkaði á Norðurlöndum. Það eru alltaf tækifæri á markaði og evrópski bankamarkaðurinn verður í aksjón á næstu árum. Ég held að menn eigi eftir mikla tiltekt í Evrópu með tilheyrandi gróða fyrir þá sem staðsetja sig rétt. Ég verð þar, það getið þið bókað. Ég er búinn að selja hlutinn minn í Finnair. Ég nenni ekki að vera í félagi sem ekki kann sig í samskiptum við stærstu hluthafa. Færði alla stöðuna inn í Sampo og býst við að þeir séu kurteisari á þeim bænum. Svo er ég búinn að valda næstum allar stöður í bönkum í Skandinavíu. Á bæði í Nordea og SEB og einhverjum sjoppum til viðbótar. Það er alveg sama hvaða lest fer af stað. Ég kemst með henni á áfangastað. Og það er öruggt að einhver þeirra fer af stað, en meiri áhöld um hver þeirra það verður. Þess vegna á skynsamur maður eins og ég miða með þeim öllum.Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Food and Fun Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira