Íslenski boltinn

Stjarnan vann mikilvægan sigur gegn Selfossi

Elvar Geir Magnússon skrifar

Þrír leikir voru í 1. deild karla í kvöld en eftir úrslit kvöldsins er ljóst að spennan eykst bæði á toppi og botni. Stjarnan vann 6-1 sigur á Selfossi í stórleik kvöldsins en þarna mættust liðin í 2. og 3. sæti deildarinnar.

Selfoss er í öðru sæti deildarinnar eftir þessi úrslit en Stjarnan nálgast og er þremur stigum á eftir Selfyssingum. ÍBV er enn í toppsætinu.

Ellert Hreinsson og Þorvaldur Árnason skoruðu tvö mörk hvor fyrir Stjörnuna í kvöld en Selfoss lék manni færri stærstan hluta leiksins eftir að Dusan Ivkovic fékk að líta rauða spjaldið á 14. mínútu.

Njarðvík komst upp úr fallsæti með 2-1 sigri á Haukum. Leiknismenn eru þar með komnir í fallsæti en eiga leik inni gegn Fjarðabyggð á morgun. KS/Leiftur er enn í neðsta sæti en liðið gerði 0-0 jafntefli gegn KA í kvöld.

Umferðinni lýkur á morgun með þremur leikjum. Þór tekur á móti Víkingi Ólafsvík, Leiknir og Fjarðabyggð mætast og þá leika ÍBV og Víkingur Reykjavík í Vestmannaeyjum. Allir leikirnir hefjast klukkan 14:00.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×