Ásta Árnadóttir er á leið til sænska liðsins Tyresö en frá þessu greinir vefsíðan Fótbolti.net. Ásta hefur verið lykilmaður í vörn Íslandsmeistaraliðs Vals og í íslenska landsliðinu.
Tyresö leikur í 1. deildinni í Svíþjóð og stefnir upp í efstu deild. Ásta er 25 ára og hefur leikið 128 leiki í efstu deild hér á landi. Hún á 31 leik að baki fyrir A-landsliðið.
ÍR
Grindavík