Fjármálageirinn: Gallarnir sniðnir af frumvarpinu 20. febrúar 2008 00:01 Sigurjón högnason „Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildistöku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi ársins 2008 og fram að því að breytingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heimildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Samkvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. áhugafólk um skatta Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. Markaðurinn/Rósa Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gallar sniðnir af því í meðförum Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu verður afnumin heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa takmarkaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæranlegt tap hjá félögum. Ýmis hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frádráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guðmundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðumaður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimildina til að nýta yfirfæranlegt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. -ikh Héðan og þaðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Varla fæst staðist að svipta menn þessum rétti afturvirkt,“ sagði Sigurjón Högnason, lögfræðingur hjá KPMG, um gildistöku frumvarps um söluhagnað á hlutabréfum, á skattaráðstefnu fyrirtækisins sem haldin var á Grand hóteli á dögunum. Hann sagði að óvissa hlyti að skapast varðandi söluhagnað sem myndaðist frá upphafi ársins 2008 og fram að því að breytingarnar á lögum um söluhagnað af hlutabréfum yrðu lögfestar. Á þessum tíma væru eldri heimildir um frestun söluhagnaðar í gildi. Þetta kynni að hafa í för með sér að menn yrðu sviptir réttindum aftur í tímann. Samkvæmt frumvarpinu ættu lögin að hafa tekið gildi um síðustu áramót. áhugafólk um skatta Margt var um manninn á skattaráðstefnu KPMG. Þar var meðal annars fjallað um reikningsskil í erlendum gjaldmiðlum og skattaleg álitamál, frumvarp um söluhagnað hlutabréfa og fyrirtækjaskatta í alþjóðlegu samhengi auk þess sem fjármálaráðherra fjallaði um stöðu Íslands í skattamálum. Markaðurinn/Rósa Sigurður gagnrýndi ýmslegt í frumvarpinu í erindi sínu, en bætti því við að vonandi yrðu gallar sniðnir af því í meðförum Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu verður afnumin heimild til að fresta skattlagningu söluhagnaðar af hlutabréfum; hann verði í raun skattfrjáls. Um leið verður frádráttur vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa takmarkaður þannig að hvorki verði hægt að draga hann frá öðrum tekjum né nota hann til að mynda yfirfæranlegt tap hjá félögum. Ýmis hörð gagnrýni hefur komið fram á frumvarpið. „Meginreglan er sú að kostnaður við að afla tekna sé frádráttarbær. Í þessu tilviki er til dæmis vaxtakostnaður ekki frádráttarbær svo það er verið að þrengja þetta,“ sagði Guðmundur Skúli Hertvigsson hjá Deloitte í Markaðnum. Þá benti Friðgeir Sigurðsson, forstöðumaður skattasviðs Kaupþings, á að frumvarpið væri langt frá því að vera skýrt um heimildina til að nýta yfirfæranlegt tap sem hefur orðið fyrir gildistöku laganna. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki hafa kynnt sér gagnrýni á frumvarpið til hlýtar en hins vegar sé ljóst að öll glögg gagnrýni verði skoðuð. -ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira