Erlent

Putin vann NATO

Óli Tynes skrifar

Vegna hótana Vladimirs Putins, forseta Rússlands, heyktist NATO á því í gær að bjóða Úkraínu og Georgíu að hefja aðildarferli að bandalaginu.

Putin hótaði því meðal annars að miða kjarnorkueldflaugum á Úkraínu ef landið fengi aðild og gæfi leyfi til þess að hluti af loftvarnakerfi Bandaríkjanna yrði sett þar upp.

George Bush forseti Bandaríkjanna studdi mjög eindregið að Úkraína og Georgía fengju að hefja aðildarferli. Honum tókst þó ekki að sannfæra leiðtoga annarra aðildarríkja.

Frakkar og Þjóðverjar fóru fyrir þeim sem vildu fresta afgreiðslu málsins að minnsta kosti fram til næsta leiðtogafundar, sem verður í desember.

Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO átti í dag fund með leiðtogum landanna tveggja og reyndi að hugga þá. Hann lofaði því að NATO myndi styðja þá með ráðum og dáð.

Hann sagði einnig að hann væri sannfærður um að þessi tvö fyrrverandi sovétlýðveldi fengju aðgang að NATO áður en langt um liði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×