Viðskipti innlent

UT gefinn of lítill gaumur

Sigurjón Pétursson
Sigurjón Pétursson

„Upplýsingatækninni hefur verið gefinn allt of lítill gaumur síðan netbólan sprakk og menn einblínt á önnur tækifæri meðan fjármálageirinn óx,“ segir Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi. Hann segir mikil útflutningstækifæri í upplýsingatækni.

Microsoft á Íslandi hefur tilnefnt EJS og Landsteina Streng sem samstarfsaðila ársins 2008, en Landsteinar Strengur hefur, ásamt LS Retail, fengið inngöngu í svokallaðan „Inner Circle“-hóp samstarfsaðila Microsoft-fyrirtækisins. Halldór bendir á að aðeins eitt prósent samstarfsaðila Microsoft fái inngöngu í hópinn.

„Það hefur vakið athygli í höfuðstöðvum Microsoft og er framúrskarandi árangur fyrir land eins og Ísland,“ segir Halldór. Hann bendir á að þróun á viðskiptakerfum hér sé á heimsmælikvarða, sem sjáist meðal annars af árangri fyrirtækja eins og LS Retail, sem hefur selt viðskiptakerfi fyrir verslanir um allan heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×