Fótbolti

Kalmar á toppinn í Svíþjóð

Hannes Þ. Sigurðsson og félagar lágu fyrir toppliðinu í kvöld
Hannes Þ. Sigurðsson og félagar lágu fyrir toppliðinu í kvöld

Kalmar komst í kvöld á toppinn í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar það lagði Íslendingalið Sundsvall 2-0 á útivelli.

Hannes Þ. Sigurðsson og Sverrir Garðarsson voru í byrjunarliði Sundsvall og Ari Freyr Skúlason kom inn sem varamaður í síðari hálfleiknum.

Gautaborg varð að sætta sig við 0-0 jafntefli við granna sína í Gais á útivelli þar sem þeir Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson voru í byrjunarliði Gautaborgar, en Hjálmari var skipt af velli skömmu fyrir leikslok. Eyjólfur Héðinsson var í byrjunarliði heimamanna og var skipt af velli skömmu fyrir leikslok fyrir landa sinn Jóhann Guðmundsson.

Hammarby lagði Helsingborg 2-1 þar sem Ólafur Skúlason spilaði síðustu 12 mínútur leiksins fyrir Helsingborg.

Loks vann Ljungskile nokkuð óvæntan sigur á Elfsborg 1-0. Helgi Valur Daníelsson var í byrjunarliði Elfsborg og spilaði allan leikinn.

Kalmar er í efsta sæti deildarinnar með 13 stig eftir 5 umferðir, Djurgarden í öðru með 11 stig og Hammarby í þriðja með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×