Rúrik Gíslason skoraði tvö mörk í 3-2 sigri sinna manna í Viborg á Köge í dönsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.
Þarna mættust liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar en Viborg hafði unnið alla sína leiki fyrir viðureignina og Köge tapað öllum sínum. Það breyttist ekki í kvöld. Viborg er því á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex umferðir.
Köge komst þó yfir í leiknum en Rúrik jafnaði metin á þrettándu mínútu og kom svo sínum mönnum í 3-1. Köge minnkaði muninn undir lok leiksins.