Enski boltinn

Everton fær miðjumann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Castillo, til hægri, í leik með landsliði Ekvador.
Castillo, til hægri, í leik með landsliði Ekvador. Nordic Photos / AFP
Everton hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Segundo Castillo sem lék síðast með Rauðu stjörnunni í Belgrad. Hann er landsliðsmaður með Ekvador.

Castillo er annar leikmaðurinn sem kemur til Everton í sumar en hinn er danski varnarmaðurinn Christian Jacobsen.

„Ég vona að ég get gert mitt besta fyrir liðið," sagði Castillo. „Ég veit að Everton er stórt félag sem hefur oft keppt í mikilvægum keppnum eins og UEFA-bikarkeppninni," sagði Castillo.

Everton hefur einnig verið orðað við Victor Obinna sem þykir efnilegur framherji frá Nígeríu. Hann samdi nýverið við Inter á Ítalíu en svo gæti farið að hann verði lánaður annað til að öðlast reynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×