Bresk hjón hafa verið handekin eftir að sjö ára gömul dóttir þeirra dó úr hungri á sjúkrahúsi. Fimm önnur börn hjónanna voru einnig flutt á sjúkrahúsið, en þeim verður hægt að bjarga.
Nágrannar segjast hafa séð börnin hrifsa til sín brauð sem kastað var fyrir fugla. Það voru þeir sem létu lögregluna vita að eitthvað væri að á heimilinu.
Móðir barnanna Angela Gordon 33 ára og og stjúpfaðir þeirra Junaid Abuhamza 29 ára hafa verið úrskurðuð í gæsluvarðhald meðan málið er í rannsókn.
Lögreglan verst allra frétta af þessu, en heimildarmenn Sky fréttastofunnar segja að heimilið hafi verið óþrifalegt. Lögreglan hafi fundið börnin liggjandi á dýnum á gólfinu. Þau hafi öll verið illa haldin.