Íslenski boltinn

Skúli Jón ekki nefbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skúli Jón í leik með KR.
Skúli Jón í leik með KR.

Skúli Jón Friðgeirsson er ekki nefbrotinn eins og óttast var. Hann þurfti að fara af vell í leik KR og FH í gær.

Hann kom inn á sem varamaður á 61. mínútu en þurfti að fara aftur af velli á þeirri 79. Logi Ólafsson, þjálfari KR, sagði í samtali við Vísi að meiðslin hefðu ekki verið eins alvarleg og óttast var.

„Hann fékk að vísu heilahristing og á að taka því rólega í dag. Hann verður svo aftur heill á nokkrum dögum," sagði Logi. „Hann er því ekki nefbrotinn, sem betur fer."

„Skúli fékk þungt högg og féll til jarðar eins og rotaður boxi sem bar ekki fyrir sig hendurnar. Hann var alveg út á þekju strax í kjölfarið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×