Eiður lofar Paul Scholes Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 18:44 Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Barcelona mætir Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Margir horfa til þessara leikja sem einvígi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en Eiður segir að þetta snúist um meira en bara þessa tvo leikmenn. „Ég er meiri aðdáandi Paul Scholes en Ronaldo. Ronaldo er frábær leikmaður en hann er með tíu frábæra leikmenn í kringum sig í hverri viku." „Scholes er einhver sá allra besti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Fyrsta snertingin hans er óaðfinnanleg. Í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum hefur mér fundist að ég kæmist aldrei nálægt honum." „Auðvitað geta leikmenn eins og Ronaldo og Messi breytt gangi leikja með sínum hæfileikum. En það er mikið uppsteyti í kringum þá og leikirnir snúast um hvaða lið stendur sig betur. Þess vegna eru bæði Scholes og Ryan Giggs mjög mikilvægir. Þegar ég spilaði á Englandi fylgdist ég sérstaklega vel með þeim og sá að þeir eru gríðarlega mikilvægir leikmenn fyrir United." Eiður segir að hann muni sjálfsagt minna stjórann sinn, Frank Rijkaard, á að hann hefur skorað nokkur mörk á Old Trafford í gegnum tíðina. „Ég man þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið og ég skoraði í 3-0 sigri. En besta minningin er frá því þegar við urðum meistarar og Jose Mourinho sagði að þótt við hefðum unnið deildina þyrftum við að sýna þeim að við erum meistarar. Við gerðum það. Ég skoraði í þeim leik líka. En ég man hvað best eftir því að ég var útnefndur maður leiksins - af stuðningsmönnum United!" Barcelona hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum í spænsku deildinni og gert þrjú jafntefli í röð. „Gengið í deildinni hefur ekkert að gera með Meistaradeildina. Við höfum verið óstöðugir allt tímabilið og get ég ekki sagt til um af hverju það er." „En leikirnir gegn United snúast um tvo mismunandi leikstíla. Við erum góðir í tæknilegu hliðinni og eins og önnur bresk lið eru þeir með meiri líkamlegan styrk. En bæði lið spila frábæran fótbolta. Ég er handviss um að við getum unnið þá." Hann segir það ekkert leyndarmál hver óskamótherjinn er ef Barcelona kemst í úrslitin. „Auðvitað er það Chelsea. Félagið á sinn sess í mínu hjarta. Barcelona gegn Chelsea yrði draumaúrslitaleikur." „Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea - liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum." „En ég myndi gjarnan vilja komast í minn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mæta Chelsea í þeirra fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni," sagði Eiður. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við Sunday Mirror í dag að félagar sínir í Barcelona þurfi að hafa sérstaklega góðar gætur á Paul Scholes. Barcelona mætir Manchester United í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á miðvikudagskvöldið. Margir horfa til þessara leikja sem einvígi Cristiano Ronaldo og Lionel Messi en Eiður segir að þetta snúist um meira en bara þessa tvo leikmenn. „Ég er meiri aðdáandi Paul Scholes en Ronaldo. Ronaldo er frábær leikmaður en hann er með tíu frábæra leikmenn í kringum sig í hverri viku." „Scholes er einhver sá allra besti knattspyrnumaður sem ég hef séð. Fyrsta snertingin hans er óaðfinnanleg. Í hvert sinn sem ég hef spilað gegn honum hefur mér fundist að ég kæmist aldrei nálægt honum." „Auðvitað geta leikmenn eins og Ronaldo og Messi breytt gangi leikja með sínum hæfileikum. En það er mikið uppsteyti í kringum þá og leikirnir snúast um hvaða lið stendur sig betur. Þess vegna eru bæði Scholes og Ryan Giggs mjög mikilvægir. Þegar ég spilaði á Englandi fylgdist ég sérstaklega vel með þeim og sá að þeir eru gríðarlega mikilvægir leikmenn fyrir United." Eiður segir að hann muni sjálfsagt minna stjórann sinn, Frank Rijkaard, á að hann hefur skorað nokkur mörk á Old Trafford í gegnum tíðina. „Ég man þegar ég spilaði þarna í fyrsta skiptið og ég skoraði í 3-0 sigri. En besta minningin er frá því þegar við urðum meistarar og Jose Mourinho sagði að þótt við hefðum unnið deildina þyrftum við að sýna þeim að við erum meistarar. Við gerðum það. Ég skoraði í þeim leik líka. En ég man hvað best eftir því að ég var útnefndur maður leiksins - af stuðningsmönnum United!" Barcelona hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum í spænsku deildinni og gert þrjú jafntefli í röð. „Gengið í deildinni hefur ekkert að gera með Meistaradeildina. Við höfum verið óstöðugir allt tímabilið og get ég ekki sagt til um af hverju það er." „En leikirnir gegn United snúast um tvo mismunandi leikstíla. Við erum góðir í tæknilegu hliðinni og eins og önnur bresk lið eru þeir með meiri líkamlegan styrk. En bæði lið spila frábæran fótbolta. Ég er handviss um að við getum unnið þá." Hann segir það ekkert leyndarmál hver óskamótherjinn er ef Barcelona kemst í úrslitin. „Auðvitað er það Chelsea. Félagið á sinn sess í mínu hjarta. Barcelona gegn Chelsea yrði draumaúrslitaleikur." „Ég man þegar við töpuðum fyrir Liverpool í undanúrslitunum. Liverpool er ekki martraðamótherji Chelsea - liðið er martraðamótherji allra annarra liða. Þeir virðast spila á öðru plani í Meistaradeildinni en þeir gera í öðrum leikjum." „En ég myndi gjarnan vilja komast í minn fyrsta úrslitaleik Meistaradeildarinnar og mæta Chelsea í þeirra fyrsta úrslitaleik í Meistaradeildinni," sagði Eiður.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirsótt Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Sjá meira