Bröndby tapaði í dag fyrir Odense á heimavelli, 2-0, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Stefán Gíslason lék allan leikinn í liði Bröndby og fékk áminningu undir lok hálfleiksins.
OB er eftir sigurinn í fjórða sæti deildarinnar með 42 stig, sjö stigum á eftir toppliði AaB.
Bröndby er hins vegar í níunda sæti með 33 stig. Sigur í dag hefðu fleytt liðinu upp í sjötta sæti deildairnnar.
