Úkraínumaðurinn Vitali Klitschko sneri aftur í hringinn í kvöld eftir fjögurra ára fjarveru og endurheimti WBC-heimsmeistaratign sína í þungavigt eftir sigur á Samuel Peter frá Nígeríu í Berlín í kvöld.
Peter átti aldrei möguleika í kvöld og ákvað að hætta þegar áttundu lotu lauk í kvöld. Klitschko reyndist einfaldlega of sterkur.
Klitschko var í raun búinn að tryggja sér sigur á stigum þegar þarna var komið og eina von Peter var að slá Klitschko niður. Úkraínumaðurinn hélt ró sinni alla viðureignina og kom höggum á Peter jafnt og þétt.
Hann hætti á sínum tíma vegna hnémeiðsla sem virtust engan vegin há honum í kvöld.
