Innlent

Hvítt duft sent til sendiráðsins á Laufásvegi

Sextán sendiráð Bandaríkjanna vítt og breitt um Evrópu fengu í pósti umslög sem reyndust innihalda hvítt duft. Sendiráðið á Laufásvegi var meðal þeirra sem fengu umslag með dufti. Frá málinu er greint á CNN og sagt að efnagreiningar hafi leitt í ljós að duftið sé venjulegt hveiti. Þó eigi enn eftir að greina efnið sem fannst í Haag í Hollandi.

Heimildamaður CNN í sendiráðinu á Spáni segir að vitað sé hvaðan efnin voru send en hann vildi ekki ræða það frekar.

Löndin sem fengu umslögin send eru: Þýskaland, Spánn, Sviss, Belgía, Rúmenía, Írland, Danmörk, Noregur, Frakkland, Lettland, Ítalía, Svíþjóð, Eistland, Holland og Ísland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×