Viðskipti innlent

Icelandair Group hækkaði eitt í Kauphöllinni

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hækkaði um 0,38 prósent í Kauphöllinni í dag. Þar sveif það eitt í hækkun á meðan önnur fyrirtæki voru í lágflugi.

Gengi bréfa í Bakkavör féll mest, eða um 15,58 prósent. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem féll um 5,3 prósent, á sama tíma og bréf Straums féllu um 5,02 prósent. Þá féll gengi bréfa í Færeyjabanka um 2,42 prósent en bréf Century Aluminum lækkaði um 1,32 prósent, Marel um 0,66 prósent og Össurar um 0,31 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,8 prósent og stendur nú í 362 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×