Björgólfur: KR og West Ham bæði stórveldi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. maí 2008 19:52 Björgólfur Guðmundsson, eigandi West Ham og KR-ingur. Mynd/E. Stefán Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. Björgólfur er eins og alkunnugt er mikill KR-ingur en hann er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Hann var á fundinum í dag sem formaður bankaráðs Landsbankans en hann talaði þó sem KR-ingur við Vísi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun í upphafi mótsins og við erum alltaf góðir áður en mótið hefst. Það er eins núna, ég geri mér miklar vonir en er þó öllu vanur. Ég vonast þó til að þeir spili skemmtilega knattspyrnu og það er það eina sem ég bið þá um að gera." Hann getur þó ekki neitað því að það sé krafa um titil í ár eins og öll ár í Vesturbænum. „Það fylgir. Ég er bara mjög hógvær í dag. En auðvitað gerum við okkur vonir um titil en það eru bara svo mörg góð lið í deildinni í ár. Þetta kemur fljótlega í ljós enda skiptir miklu máli hvernig liðin byrja." Björgólfur sagði á fundinum í dag að það væri mikil ánægja meðal starfsmanna Landsbankans um samstarfið við KSÍ um Landsbankadeildir karla og kvenna. Sagði hann að þetta væri stærsta einstaka markaðsverkefnið sem eitt íslenskt fyrirtæki tæki sér fyrir hendur á hverju ári. „Við erum mjög ánægðir," sagði Björgólfur enda Landsbankanafnið nánast orðið samofið Íslandsmóti karla í efstu deild. „Þó svo að við hættum þá skiptir engu máli hver tekur við - þetta er alltaf Landsbankadeildin hér eftir," sagði hann í léttum dúr. „En við höfum gaman af þessu og teljum að þetta skili sér í því sem við erum að leita eftir í markaðssetningunni. Ég held að við séum í þessum af heilum hug, af því að við elskum knattspyrnu. Það skiptir öllu máli." Spurður hvort hann væri meiri West Ham-maður eða KR-ingur þurfti hann að hugsa sig um en sagði svo að það væri „eiginlega sama hvort stórveldið það er." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira
Það var létt yfir Björgólfi Guðmundssyni þegar Vísir náði tali af honum í dag í tengslum við kynningarfund um Landsbankadeildir karla og kvenna. Björgólfur er eins og alkunnugt er mikill KR-ingur en hann er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins West Ham. Hann var á fundinum í dag sem formaður bankaráðs Landsbankans en hann talaði þó sem KR-ingur við Vísi. „Það er alltaf mikil tilhlökkun í upphafi mótsins og við erum alltaf góðir áður en mótið hefst. Það er eins núna, ég geri mér miklar vonir en er þó öllu vanur. Ég vonast þó til að þeir spili skemmtilega knattspyrnu og það er það eina sem ég bið þá um að gera." Hann getur þó ekki neitað því að það sé krafa um titil í ár eins og öll ár í Vesturbænum. „Það fylgir. Ég er bara mjög hógvær í dag. En auðvitað gerum við okkur vonir um titil en það eru bara svo mörg góð lið í deildinni í ár. Þetta kemur fljótlega í ljós enda skiptir miklu máli hvernig liðin byrja." Björgólfur sagði á fundinum í dag að það væri mikil ánægja meðal starfsmanna Landsbankans um samstarfið við KSÍ um Landsbankadeildir karla og kvenna. Sagði hann að þetta væri stærsta einstaka markaðsverkefnið sem eitt íslenskt fyrirtæki tæki sér fyrir hendur á hverju ári. „Við erum mjög ánægðir," sagði Björgólfur enda Landsbankanafnið nánast orðið samofið Íslandsmóti karla í efstu deild. „Þó svo að við hættum þá skiptir engu máli hver tekur við - þetta er alltaf Landsbankadeildin hér eftir," sagði hann í léttum dúr. „En við höfum gaman af þessu og teljum að þetta skili sér í því sem við erum að leita eftir í markaðssetningunni. Ég held að við séum í þessum af heilum hug, af því að við elskum knattspyrnu. Það skiptir öllu máli." Spurður hvort hann væri meiri West Ham-maður eða KR-ingur þurfti hann að hugsa sig um en sagði svo að það væri „eiginlega sama hvort stórveldið það er."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Sjá meira