Viðskipti innlent

Krónan veikist um 0,7 prósent

Gengi krónunnar hefur veikst um 0,7 prósent frá því gjaldeyrisviðskipti hófust í morgun og stendur gengisvísitalan nú í 204,5 stigum, samkvæmt gjaldeyrisborði Kaupþings.

Gengisskráning krónunnar hefur verið nokkuð á reiki eftir að gjaldeyrishöft voru samþykkt á Alþingi fyrir hálfum mánuði og nokkur gengi krónunnar í gangi á gjaldeyrismörkuðum.

Bandaríkjadalur kostar nú 117 krónur, eitt breskt pund 175 krónur, ein evra 156 krónur og ein dönsk 21 íslenskar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×