Fótbolti

Sigurganga United á heimavelli á enda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronaldo kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik.
Ronaldo kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik. Nordic Photos / Getty Images
Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið. Villarreal batt enda á tólf leikja sigurgöngu Manchester United á heimavelli í keppninni þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á Old Trafford.

Cristiano Ronaldo kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik og var nærri búinn að leggja upp mark fyrir Jonny Evans, sem var óvænt í byrjunarliði United, en sá síðarnefndi skallaði í stöng. Villarreal átti einnig skot í stöng í leiknum en United átti fleiri færi í leiknum og til að mynda tilkall til vítaspyrnu.

Arsenal náði jafntefli á útivelli gegn Dynamo Kiev í kvöld en William Gallas skoraði jöfnunarmark þeirra ensku á 88. mínútu.

Real Madrid vann 2-0 sigur á BATE Borisov og Bayern München vann Steaua Búkarest, 1-0. Juventus vann 1-0 sigur á Zenit frá St. Pétursborg þar sem gamla kempan Alessandro del Piero skoraði sigurmarkið.

Lyon lék á heimavelli gegn Fiorentina og var 2-0 undir í hálfleik en náði að jafna metin í þeim síðari. Lokatölur þar voru 2-2.

Úrslit kvöldsins:

E-riðill:

Manchester United - Villarreal 0-0

Celtic - Álaborg 0-0

F-riðill:

Steaua Búkarest - Bayern München 0-1

0-1 Daniel van Buyten (15.)

Lyon - Fiorentina 2-2

0-1 Alberto Gilardino (11.)

0-2 Alberto Gilardino (41.)

1-2 Frederic Piquionne (73.)

2-2 Karim Benzema (86.)

G-riðill:

Porto - Fenerbahce 3-1

1-0 Lisandro (11.)

2-0 Mariano Gonzalez (13.)

2-1 Daniel Güiza (29.)

3-1 Lino (90.)



Dynamo Kiev - Arsenal 1-1


1-0 Ismael Bangour (64.)

1-1 William Gallas (88.)

H-Riðill:

Real Madrid - BATE 2-0

1-0 Sergio Ramos (11.)

2-0 Ruud van Nistelrooy (57.)

Juventus - Zenit St. Pétursborg 1-0

1-0 Alessandro Del Piero (76.)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×