Enski boltinn

Ljungberg orðaður við Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ljungberg í leik með West Ham.
Ljungberg í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Enska götublaðið The Mirror heldur því fram í dag að Harry Redknapp hafi áhuga á því að fá Freddie Ljungberg til liðs við félagið.

Ljungberg fór frá Arsenal til West Ham fyrir ári síðan en hætti svo hjá West Ham í sumar. West Ham er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og er það stefna félagsins að hagræða rekstur með því að minnka launakostnað. Er það talin helsta ástæða þess að Ljungberg fór frá West Ham.

En það þýðir að Ljungberg getur farið til Portsmouth án greiðslu. Hann var einnig orðaður við Roma fyrr í sumar.

Margir fyrrum leikmenn Arsenal eru í herbúðum Portsmouth. Til að mynda Lassana Diarra, Kanu, Sol Campbell, Lauren, Jerome Thomas og þá er Armand Traore í láni hjá Portsmouth.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×