Enski boltinn

Kuyt og Benayoun fara ekki

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kuyt í æfingaleik á dögunum.
Kuyt í æfingaleik á dögunum.

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það útrætt mál að Dirk Kuyt og Yossi Benayon verða leikmenn Liverpool á komandi tímabili. Benítez fundaði með þessum 28 ára leikmönnum í gær.

Kuyt er á óskalista Hamburg í Þýskalandi en ítalska liðið Roma hefur lýst yfir áhuga á Benayoun.

„Hvorugur þeirra er á förum. Ég hef ekkert meira um málið að segja," sagði Benítez. Getgátur voru um að hann væri til í að selja leikmennina til að fjármagna kaup á Gareth Barry.

Liverpool keypti hollenska landsliðsmanninn Kuyt frá Feyenoord í ágúst 2006 fyrir 10 milljónir punda en ísraelski landsliðsfyrirliðinn Benayoun var keyptur á 5 milljónir punda frá West Ham sumarið 2007.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×