Barcelona vann í kvöld 4-0 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Thierry Henry skoraði þrennu í leiknum.
Eiður Smári Guðjohnsen spilaði allan leikinn fyrir Barcelona og átti góðan dag eins og aðrir leikmenn liðsins.
Henry kom Barcelona í 2-0 með mörkum á 20. og 28. mínútu. Daniel Alves bætti svo öðru marki við í upphafi síðari hálfleiks.
Henry innsiglaði svo sigurinn með sínu þriðja marki á 79. mínútu eftir góðan undirbúning Bojan Krkic.
Tveir aðrir leikir fóru fram í spænsku deildinni í kvöld. Villarreal og Getafe gerðu 3-3 jafntefli en Getafe komst í 3-0 forystu í leiknum.
Þá vann Atletico 5-2 útisigur á Sporting Gijon þar sem Sergio Agüero og Diego Forlan skoruðu tvö mörk hvor fyrir fyrrnefnda liðið.
Barcelona er nú með sex stiga foryskot á Villarreal á toppi deildarinnar en Valencia er í þriðja sæti með 27 stig, átta stigum á eftir Barcelona.
Real Madrid er svo í fjórða sæti með 26 stig en á leik til góða. Atletico er í fimmta sæti með 24 stig.
Getafe og Sporting Gijon eru bæði um miðja deild með átján stig.

