Pétur segir Stím-málið kalla á reglubreytingar 30. nóvember 2008 18:30 Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum. Einkahlutafélagið Stím var stofnað í nóvember á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður félagsins, sendi frá sér í gær kemur fram að Glitnir átti tæp 33 prósent í félaginu. Stím keypti 4,3 prósent hlut Glitni fyrir rúma 16 milljarða í fyrra og auk þess hlut í FL Group fyrir tæpa 9 millljarða. Glitnir lánaði félaginu tæpa 20 milljarða fyrir kaupunum. „Viðskiptahættirnir eru dáltíð undarlegir vægast sagt. Þarna er banki að lána 80% í kaupum á sjálfum sér og stærsta eigenda sínum," segir Pétur. „Ég get ekki farið í lögfræðina en þetta er greinilega til þess að hafa áhrif á gengi og eftirspurn eftir hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og ég mundi flokka þetta undir eitthvað sem þyrfti að skoða." Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði að kaupin yrðu skoðuð sérstaklega í vikunni. Í yfirlýsingu sem skilanefnd Gamla Glitnis sendi frá sér í dag kemur fram að Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím strax í nóvember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallarinnar. Fréttastofa ákvað að leita viðbragða hjá stjórn Gamla Glitnis vegna málsins. Björn Ingi Sveinsson, sagðist ekki vita neitt um málið. Pétur Guðmundarson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sagðist ekki muna eftir því að stjórn bankans hafi fjallað sérstaklega um Stím á sínum tíma. Ekki náðist í aðra fyrrum stjórnarmeðlimi Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, er erlendis. Pétur segir málið allt kalla á reglubreytingar. „Það held ég að sé alveg einhlýtt að ef þetta er ekki bannað með lögum þá þyrfti að setja reglur um það auðmenn geti ekki verið að breyta gengi á hlutabréfum í sjálfum sér með þessum hætti." Stím málið Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira
Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum. Einkahlutafélagið Stím var stofnað í nóvember á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður félagsins, sendi frá sér í gær kemur fram að Glitnir átti tæp 33 prósent í félaginu. Stím keypti 4,3 prósent hlut Glitni fyrir rúma 16 milljarða í fyrra og auk þess hlut í FL Group fyrir tæpa 9 millljarða. Glitnir lánaði félaginu tæpa 20 milljarða fyrir kaupunum. „Viðskiptahættirnir eru dáltíð undarlegir vægast sagt. Þarna er banki að lána 80% í kaupum á sjálfum sér og stærsta eigenda sínum," segir Pétur. „Ég get ekki farið í lögfræðina en þetta er greinilega til þess að hafa áhrif á gengi og eftirspurn eftir hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og ég mundi flokka þetta undir eitthvað sem þyrfti að skoða." Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði að kaupin yrðu skoðuð sérstaklega í vikunni. Í yfirlýsingu sem skilanefnd Gamla Glitnis sendi frá sér í dag kemur fram að Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím strax í nóvember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallarinnar. Fréttastofa ákvað að leita viðbragða hjá stjórn Gamla Glitnis vegna málsins. Björn Ingi Sveinsson, sagðist ekki vita neitt um málið. Pétur Guðmundarson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sagðist ekki muna eftir því að stjórn bankans hafi fjallað sérstaklega um Stím á sínum tíma. Ekki náðist í aðra fyrrum stjórnarmeðlimi Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, er erlendis. Pétur segir málið allt kalla á reglubreytingar. „Það held ég að sé alveg einhlýtt að ef þetta er ekki bannað með lögum þá þyrfti að setja reglur um það auðmenn geti ekki verið að breyta gengi á hlutabréfum í sjálfum sér með þessum hætti."
Stím málið Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Viðskipti erlent Allir spá lægri vöxtum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Samtökin '78 selja slotið Viðskipti innlent Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Samstarf Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Sjá meira