Tómas hetja Fjölnismanna Ómar Þorgeirsson skrifar 1. september 2008 00:01 Tómas Leifsson fagnar hér sigurmarki sínu á 92. mínútu sem tryggði Fjölnismönnum í úrslitaleik VISA-bikarsins. Leikmaður Fylkis liggur hins vegar eftir í grasinu og vonbrigðin leyna sér ekki. MYND/Daníel Það vantaði ekki dramatíkina í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla í gær. Flest benti til þess að grípa þyrfti til framlengingar þegar Fjölnismaðurinn Tómas Leifsson skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. „Ég er bara ennþá að ná mér. Ég tók ekkert eftir því að það væri svona lítið eftir af leiknum, þannig að það var hrikalega sætt að vinna með þessum hætti," segir hetja Fjölnismanna, Tómas Leifsson. Leikurinn fór tiltölulega rólega af stað á upphafsmínútunum, en það átti heldur betur eftir að breytast. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson skoraði gott mark eftir þríhyrningsspil við Tómas Leifsson. Fylkismenn jöfnuðu leikinn eftir hálftímaleik. Varnarmenn Fjölnis náðu þá ekki að hreinsa boltann úr vítateig sínum og Kjartan Ágúst Breiðdal mætti á fjærstöngina og skoraði af stuttu færi. Fylkismenn tóku svo forystu stuttu síðar þegar varnarmaðurinn Þórir Hannesson brá sér í sóknina og skallaði einn og óvaldaður sendingu Ians Jeffs í netið. Fylkismenn voru þó ekki lengi í paradís, því þremur mínútum eftir að hafa skorað varð varnarmaðurinn Valur Fannar Gíslason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Varnarmistök Fylkis voru hins vegar ekki úr sögunni því stuttu síðar átti Þórir mjög slaka spyrnu sem barst beint í hlaupalínu Péturs Georgs Markan, sem slapp inn fyrir vörnina og þakkaði fyrir sig með því afgreiða boltann í netið framhjá Fjalari. Staðan var 2-3 í hálfleik í fjörugum leik. Það dró til tíðinda á 67. mínútu þegar Fjölnismenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar stuggað var við Kristjáni Haukssyni í vítateignum. Dómarinn, Valgeir Valgeirsson, kaus að flauta ekki en í næstu sókn náðu Fylkismenn svo að jafna leikinn. Varamaðurinn Heimir Snær Guðmundsson gerði sig sekan um slæma sendingu sem Ian Jeffs komst inn í og átti gott skot sem Þórður réði ekki við. Allt var í járnum á lokamínútunum og leikmenn liðanna virtust vera búnir að sætta sig við að grípa þyrfti til framlengingar þegar Tómas skoraði sigurmarkið. Tómas fékk sendingu frá varamanninum Davíð Þór Rúnarssyni og skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Stuttu síðar var svo flautað til leiksloka og Fjölnir komið í úrslitaleikinn annað árið í röð og í annað skiptið í sögu félagsins. „Það sem stendur upp úr hjá mér er karakterinn sem við sýndum og við þurfum að byggja á því. Við erum bara bikarlið og núna ætlum við alla leið," segir sigurreifur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Sverrir Sverrisson var að stýra Árbæingum í sínum fyrsta leik eftir að hafa verið ráðinn þjálfari á dögunum. Hann dregur ýmislegt jákvætt frá leiknum. „Menn voru að leggja sig fram og það er líka jákvætt að við erum að skora meira en oft áður í sumar." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
Það vantaði ekki dramatíkina í undanúrslitaleik Fylkis og Fjölnis í VISA-bikar karla í gær. Flest benti til þess að grípa þyrfti til framlengingar þegar Fjölnismaðurinn Tómas Leifsson skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. „Ég er bara ennþá að ná mér. Ég tók ekkert eftir því að það væri svona lítið eftir af leiknum, þannig að það var hrikalega sætt að vinna með þessum hætti," segir hetja Fjölnismanna, Tómas Leifsson. Leikurinn fór tiltölulega rólega af stað á upphafsmínútunum, en það átti heldur betur eftir að breytast. Fyrsta mark leiksins kom á 17. mínútu þegar Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson skoraði gott mark eftir þríhyrningsspil við Tómas Leifsson. Fylkismenn jöfnuðu leikinn eftir hálftímaleik. Varnarmenn Fjölnis náðu þá ekki að hreinsa boltann úr vítateig sínum og Kjartan Ágúst Breiðdal mætti á fjærstöngina og skoraði af stuttu færi. Fylkismenn tóku svo forystu stuttu síðar þegar varnarmaðurinn Þórir Hannesson brá sér í sóknina og skallaði einn og óvaldaður sendingu Ians Jeffs í netið. Fylkismenn voru þó ekki lengi í paradís, því þremur mínútum eftir að hafa skorað varð varnarmaðurinn Valur Fannar Gíslason fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Varnarmistök Fylkis voru hins vegar ekki úr sögunni því stuttu síðar átti Þórir mjög slaka spyrnu sem barst beint í hlaupalínu Péturs Georgs Markan, sem slapp inn fyrir vörnina og þakkaði fyrir sig með því afgreiða boltann í netið framhjá Fjalari. Staðan var 2-3 í hálfleik í fjörugum leik. Það dró til tíðinda á 67. mínútu þegar Fjölnismenn gerðu tilkall til vítaspyrnu þegar stuggað var við Kristjáni Haukssyni í vítateignum. Dómarinn, Valgeir Valgeirsson, kaus að flauta ekki en í næstu sókn náðu Fylkismenn svo að jafna leikinn. Varamaðurinn Heimir Snær Guðmundsson gerði sig sekan um slæma sendingu sem Ian Jeffs komst inn í og átti gott skot sem Þórður réði ekki við. Allt var í járnum á lokamínútunum og leikmenn liðanna virtust vera búnir að sætta sig við að grípa þyrfti til framlengingar þegar Tómas skoraði sigurmarkið. Tómas fékk sendingu frá varamanninum Davíð Þór Rúnarssyni og skoraði sigurmarkið þegar tæpar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Stuttu síðar var svo flautað til leiksloka og Fjölnir komið í úrslitaleikinn annað árið í röð og í annað skiptið í sögu félagsins. „Það sem stendur upp úr hjá mér er karakterinn sem við sýndum og við þurfum að byggja á því. Við erum bara bikarlið og núna ætlum við alla leið," segir sigurreifur Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis. Sverrir Sverrisson var að stýra Árbæingum í sínum fyrsta leik eftir að hafa verið ráðinn þjálfari á dögunum. Hann dregur ýmislegt jákvætt frá leiknum. „Menn voru að leggja sig fram og það er líka jákvætt að við erum að skora meira en oft áður í sumar."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira