Fótbolti

Sir Alex tippar á Skota

Sir Alex hefur tröllatrú á sínum mönnum
Sir Alex hefur tröllatrú á sínum mönnum NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson segist hafa góða trú á því að skoska landsliðið komist upp úr riðli sínum í undankeppni HM 2010 þar sem liðið leikur með íslenska landsliðinu.

"Skotar eiga möguleika. Þeir eru í riðli með Norðmönnum og Hollendingum, en ég hugsa að þeir geti komist upp úr riðlinum," sagði Skotinn í samtali við Inside United.

Skotar leika í 9. riðli undankeppni HM með Íslendingum, Hollendingum, Norðmönnum og Makedónum. Fyrsti leikur Skota er útileikur gegn Makedónum á laugardaginn kemur en þá sækir íslenska landsliðið Norðmenn heim. Fjórum dögum síðar mætast Íslendingar og Skotar á Laugardalsvelli.

Hann hefur einnig tröllatrú á enska landsliðinu og segist ekki eiga von á annari eins undankeppni eins og liðið átti fyrir EM 2008.

"England fer klárlega áfram að þessu sinni, sérstaklega í ljósi þess hve sterka leikmenn það hefur í sínum röðum," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×