Íslenski boltinn

Eiður Smári Guðjohnsen

MYND/JÓHANN G. KRISTINSSON
Á sínum tíma yngsti landsliðsmaður Íslands (með yngri landsliðum), yngsti leikmaður efstu deildar á Íslandi og yngsti atvinnumaður Íslands er hann samdi við PSV Eindhoven sextán ára gamall og lék síðar með Ronaldo í framlínu liðsins. Meiddist illa árið 1996, kom til Íslands og fór aftur til Bolton árið 1998, þar sem hann sló í gegn og var seldur til Chelsea fyrir 460 milljónir sem var metfé fyrir Íslending. Þar varð hann tvöfaldur enskur meistari og var seldur til Barcelona árið 2006, aftur fyrir metfé. Fyrirliði íslenska landsliðsins og markahæsti leikmaður þess frá upphafi.

Landsleikir: 49/19



Fleiri fréttir

Sjá meira


×