Innlent

Framúrkeyrsla á fjárlögum algerlega óviðunandi

Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar.
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Mynd/ Lárus.

Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að það sé algerlega óviðunandi þegar ríkisstofnanir fara fram úr fjárlögum. Skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem birt var í dag, sýnir að fjórðungur liða á fjárlögum hafi verið með halla í árslok 2007 og eykst sá halli um 2,4 milljarða frá árinu áður.

Gunnar segir að fjárlaganefnd hafi lagt áherslu á að stofnanir haldi sér innan fjárlaga. Gripið hafi verið til ákveðna aðgerða fyrir fjáraukalögin 2007 sem hafi komið til móts við nokkrar stofnanir, en greinilega ekki dugað öllum. Þessar aðgerðir hafi meðal annars falið í sér meiri eftirlitsskyldu ráðuneyta með þeim stofnunum sem heyra undir þær.

Hann segir mikilvægt að fara yfir það hvers vegna stofnanir nái ekki að halda ser innan fjárlaga. Kanna þurfi hvort að áætlanir séu ekki nægjanlega góðar eða hvort að stjórnendur stofnana séu ekki að beita réttum rekstraraðferðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×