Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. janúar 2025 17:38 Þorvaldur segir að ef það skyldi gjósa væri ólíklegt að það hefði áhrif á flugumferð. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur telur að skjálftahrina í Bárðarbungu „deyi út í augnablikinu.“ Það sé ekki víst hvort að það hafi nokkurn tímann gosið þar síðan jökla leysti. „Ísland er byggt af eldgosum, alveg frá grunni,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi nýjustu vendingar í tengslum við Bárðarbungu en óvissustig er nú í gildi á svæðinu vegna öflugrar skjálftahrinu. „Það sem menn urðu varir við í morgun þetta, held ég, hafi staðið í þrjá eða fjóra tíma. Skjálftahrinan var á svona níu til fimm kílómetra dýpi og mjög sennilega tengist einhverjum kvikuhreyfingum á því dýpi,“ segir Þorvaldur. „En núna, síðast þegar ég athugaði, var hún alveg búin þessi skjálftahrina. Kannski búið í bili.“ Óvíst hvort áður hafi gosið í Bárðarbungu Þorvaldur segir ekki ljóst hvort að gosið hefði nokkurn tímann í Bárðarbungu síðan jökla leysti. „Við höfum enga vissu um það hvort að Bárðarbunga hafi gosið yfirhöfuð. Á meðan svo er þá getum við ekki verið að tala um að þetta sé öflugasta eldstöð landsins og fullyrt um það að gos komi úr Bárðarbungu,“ segir Þorvaldur. Þá hafa gjóskulög á svæðinu verið efnagreind og ályktað, þar sem að gjóskan líktist gjóskunni sem kom úr gosi í Veiðivötnum árið 1477, að sú gjóska sé úr Bárðarbungu. Þorvaldur segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er alveg hugsanlegt að hún hafi gosið en við erum ekki með nein gögn sem segja okkur það alveg skýrt og skorið að hún hafi gosið.“ Eldvirkasta svæði landsins „Mér finnst langlíklegast að þetta deyi út í augnablikinu,“ segir Þorvaldur, inntur eftir hvað hann sjálfur teldi að myndi gerast. „Við vitum að þetta er eitt eldvirkasta svæði landsins og þarna eru sennilega mestu líkur á eldgosi á landinu.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Sjá meira
„Ísland er byggt af eldgosum, alveg frá grunni,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hann ræddi nýjustu vendingar í tengslum við Bárðarbungu en óvissustig er nú í gildi á svæðinu vegna öflugrar skjálftahrinu. „Það sem menn urðu varir við í morgun þetta, held ég, hafi staðið í þrjá eða fjóra tíma. Skjálftahrinan var á svona níu til fimm kílómetra dýpi og mjög sennilega tengist einhverjum kvikuhreyfingum á því dýpi,“ segir Þorvaldur. „En núna, síðast þegar ég athugaði, var hún alveg búin þessi skjálftahrina. Kannski búið í bili.“ Óvíst hvort áður hafi gosið í Bárðarbungu Þorvaldur segir ekki ljóst hvort að gosið hefði nokkurn tímann í Bárðarbungu síðan jökla leysti. „Við höfum enga vissu um það hvort að Bárðarbunga hafi gosið yfirhöfuð. Á meðan svo er þá getum við ekki verið að tala um að þetta sé öflugasta eldstöð landsins og fullyrt um það að gos komi úr Bárðarbungu,“ segir Þorvaldur. Þá hafa gjóskulög á svæðinu verið efnagreind og ályktað, þar sem að gjóskan líktist gjóskunni sem kom úr gosi í Veiðivötnum árið 1477, að sú gjóska sé úr Bárðarbungu. Þorvaldur segir að ekki sé hægt að fullyrða það. „Það er alveg hugsanlegt að hún hafi gosið en við erum ekki með nein gögn sem segja okkur það alveg skýrt og skorið að hún hafi gosið.“ Eldvirkasta svæði landsins „Mér finnst langlíklegast að þetta deyi út í augnablikinu,“ segir Þorvaldur, inntur eftir hvað hann sjálfur teldi að myndi gerast. „Við vitum að þetta er eitt eldvirkasta svæði landsins og þarna eru sennilega mestu líkur á eldgosi á landinu.“ Hér er einungis stiklað á stóru en hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bárðarbunga Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Innlent 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Erlent Fleiri fréttir „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Sjá meira