Íslenski boltinn

Væntingarnar að aukast

Ómar Þorgeirsson skrifar
Emil Hallfreðsson. Mynd/Elvis
Emil Hallfreðsson. Mynd/Elvis

Vængmaðurinn Emil Hallfreðsson er fullur tilhlökkunar að mæta Aserum á morgun eftir erfitt undirbúningstímabil með ítalska liðinu Reggina.

„Ég er búinn að vera í æfingarbúðum í tuttugu daga einhversstaðar uppi í fjöllum á Norður-Ítalíu með Reggina og það er búið að vera þungt prógram í gangi þar. Það er því frábært að fá þennan leik til þess að halda áfram að bæta formið. Ég missti náttúrulega mikið úr á síðasta tímabili en er búinn að vera að spila mikið á undirbúningstímabilinu. Það kemur í ljós hvernig þetta verður en það væri fínt að eiga góðan leik gegn Aserum upp á framhaldið að gera," segir Emil.

Aron Einar Gunnarsson, hinn ungi leikmaður Coventry, telur að væntingarnar til íslenska landsliðsins séu að aukast.

„Það má kannski segja að ákveðin kynslóðaskipti séu að eiga sér stað núna hjá íslenska liðinu en ég tel hins vegar að væntingarnar til liðsins séu að aukast. Það er bara jákvætt og við förum í hvern leik til þess að vinna hann og ef það væri ekki raunin gætu menn bara sleppt því að mæta yfir höfuð. Það skiptir engu hver mótherjinn er, hvort sem það sé einhver leikmaður hjá Aserbaídsjan eða Wesley Snejder hjá Hollandi, þá fara menn í leikinn til þess að vinna hann. Það getur allt gerst í þessum riðli hjá okkur, það er alveg á hreinu," sagði Aron Einar ákveðinn.


Tengdar fréttir

Hermann: Ætlum að reyna að spila mjög illa

„Við höfum oft verið að spila nokkuð vel í þessum undirbúningsleikjum en síðan ekki byrjað keppnina sérstaklega vel. Við ætlum því að reyna að spila mjög illa á morgun og byrja síðan keppnina vel," sagði Hermann Hreiðarsson kíminn í samtali við Vísi í dag.

Gunnar Heiðar: Sáttur við nýju peyjana

Íslenska landsliðið mætir Aserbaídsjan í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er lokaundirbúningur fyrir leik gegn Noregi í undankeppni HM sem verður þann 6. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×