Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms 20. nóvember 2008 10:57 Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. Stím keypti fyrir 16 milljarða í Glitni í nóvember á síðasta ári og átta milljarða í FL Group. Heimildir Vísis herma að Stím hafi keypt bréfin í báðum félögum að stærstum hluta af Glitni sem hafi á móti lánað félaginu tæpa 25 milljarða. Stím seldi bréf sín í Glitni seinni hluta marsmánaðar á þessu ári með um fimm milljarða tapi. Kaupendur voru eftir því sem Vísir kemst næst Danske Bank og Glitnir. Jafnframt skipti Stím bréfum sínum í FL Group fyrir 0,87% hlut í Glitni þegar FL Group varð einkahlutafélag. Sá hlutur tapaðist þegar Glitnir var þjóðnýttur. Heimildir Vísis herma að bankinn hafi ekki farið fram á neinar persónulegar ábyrgðir gegn þessu gríðarstóra láni heldur hafi aðeins verið tekið veð í bréfunum í Glitni og FL Group. Bankinn mun því væntanlega þurfa að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms-ævintýrisins. Jakob Valgeir, sem rekur útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir á Bolungarvík, hefur þráfaldlega neitað að tjá sig um málefni Stím þegar eftir því hefur verið leitað. Þórleifur Stefán Björnsson, forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital, var í stjórn Stíms með Jakobi Valgeiri þar til í lok ágúst á þessu ári þegar hann sagði sig úr stjórn. Þórleifur Stefán, sem var jafnframt prókúruhafi, vildi ekkert tjá sig um Stím þegar samband var haft við hann. Þórleifur Stefán sagðist vera bundinn trúnaði við viðskiptavini. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, sagði í samtali við Vísi að hann gæti ekki tjáð ekki tjáð sig um málið þar sem það væri ekki á færi bankans að tjá sig um viðskiptavini hans á hverjum tíma. Stím málið Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. Stím keypti fyrir 16 milljarða í Glitni í nóvember á síðasta ári og átta milljarða í FL Group. Heimildir Vísis herma að Stím hafi keypt bréfin í báðum félögum að stærstum hluta af Glitni sem hafi á móti lánað félaginu tæpa 25 milljarða. Stím seldi bréf sín í Glitni seinni hluta marsmánaðar á þessu ári með um fimm milljarða tapi. Kaupendur voru eftir því sem Vísir kemst næst Danske Bank og Glitnir. Jafnframt skipti Stím bréfum sínum í FL Group fyrir 0,87% hlut í Glitni þegar FL Group varð einkahlutafélag. Sá hlutur tapaðist þegar Glitnir var þjóðnýttur. Heimildir Vísis herma að bankinn hafi ekki farið fram á neinar persónulegar ábyrgðir gegn þessu gríðarstóra láni heldur hafi aðeins verið tekið veð í bréfunum í Glitni og FL Group. Bankinn mun því væntanlega þurfa að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms-ævintýrisins. Jakob Valgeir, sem rekur útgerðarfyrirtækið Jakob Valgeir á Bolungarvík, hefur þráfaldlega neitað að tjá sig um málefni Stím þegar eftir því hefur verið leitað. Þórleifur Stefán Björnsson, forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital, var í stjórn Stíms með Jakobi Valgeiri þar til í lok ágúst á þessu ári þegar hann sagði sig úr stjórn. Þórleifur Stefán, sem var jafnframt prókúruhafi, vildi ekkert tjá sig um Stím þegar samband var haft við hann. Þórleifur Stefán sagðist vera bundinn trúnaði við viðskiptavini. Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, sagði í samtali við Vísi að hann gæti ekki tjáð ekki tjáð sig um málið þar sem það væri ekki á færi bankans að tjá sig um viðskiptavini hans á hverjum tíma.
Stím málið Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira