Fótbolti

Larsson ber fyrirliðabandið í 100. leiknum

Henrik Larsson
Henrik Larsson NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Henrik Larsson mun verða fyrirliði sænska landsliðsins þegar það sækir Albani heim í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á laugardaginn. Þetta verður 100. landsleikur þessa frábæra markaskorara.

Glæsilegur ferill Larsson með landsliðinu spannar nú 15 ár, en hann verður 37 ára gamall þann 20. þessa mánaðar.

Larsson tekur við fyrirliðabandinu af Fredrik Ljungberg, sem lagði landsliðsskóna á hilluna eftir EM í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×