Höfuðpaurinn í kókaínmálinu segir dóminn hlægilegan 26. júní 2008 16:48 Anton Kristinn Þórarinsson er afar ósáttur með dóm Héraðsdóms frá því í dag. „Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt," segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. „Ég er dæmdur í tveggja ára fangelsi sem á ekki að vera hægt," segir Anton en efnunum var smyglað hingað til lands í tveimur ferðum frá Kaupmannahöfn sem farnar voru í byrjun október. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. „Það er enginn hinna sem nefnir nafnið mitt og það kemur hvergi fram að ég hafi verið eigandi þessara efna. Þeir hleruðu símann minn í eitt ár útaf grunsemdum þar sem ég er nokkuð þekktur í Reykjavík fyrir svona rugl," segir Anton sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000 fyrir fíkniefnamisferli. „Ég hitti þennan Jón Halldór nítján sinnum en talaði aldrei við hann almennilega í síma. Ég bað hann bara alltaf um að hitta mig, stökk síðan út úr bílnum og talaði við hann þar." Í dómnum kemur fram að Anton hafi alfarið neitað sök í málinu og að enginn hinna hafi borið hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa" að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Þetta er Anton mjög ósáttur með og bendir á að einungis grunur lögreglu hafi legið til grundvallar sakfellingar. „Þetta hefur aldrei áður gerst á Íslandi og þeir sögðu við mig að þetta væri prófmál og það ætti að sjá hvað kæmi út úr þessu. Það bjuggust allir við sýknu en ég er ekkert að grenja þennan dóm. Þetta fer fyrir Hæstarétt og það getur ekki annað verið en að ég verði sýknaður þar, ef ekki þá fer þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu," sagði Anton að lokum en hann var staddur í 32 stiga hita á Spáni þegar Vísir náði af honum tali. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
„Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt," segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi. „Ég er dæmdur í tveggja ára fangelsi sem á ekki að vera hægt," segir Anton en efnunum var smyglað hingað til lands í tveimur ferðum frá Kaupmannahöfn sem farnar voru í byrjun október. Fyrir dómi kom fram að lögregla hafi farið að rannsaka ætlað fíkniefnamisferli Antons Kristins í desember 2005 eftir að nafn hans hafði ítrekað komið við sögu í öðrum rannsóknum. Í framhaldi af því voru símar hans hleraðir auk þess sem hlerunarbúnaði var komið fyrir í bifreið hans. Sú rannsókn leiddi af sér að grunur féll á hina mennina í málinu og um mánaðarmótin september október 2006 var lögregla orðin þess fullviss að ákærðu væru að undirbúa smygl á miklu magni fíkniefna. „Það er enginn hinna sem nefnir nafnið mitt og það kemur hvergi fram að ég hafi verið eigandi þessara efna. Þeir hleruðu símann minn í eitt ár útaf grunsemdum þar sem ég er nokkuð þekktur í Reykjavík fyrir svona rugl," segir Anton sem var dæmdur í þriggja ára fangelsi árið 2000 fyrir fíkniefnamisferli. „Ég hitti þennan Jón Halldór nítján sinnum en talaði aldrei við hann almennilega í síma. Ég bað hann bara alltaf um að hitta mig, stökk síðan út úr bílnum og talaði við hann þar." Í dómnum kemur fram að Anton hafi alfarið neitað sök í málinu og að enginn hinna hafi borið hann sökum fyrir dómi. Þrátt fyrir það telur dómari að sönnunargögn lögreglu, þar með taldar upptökur af samtölum Antons hefji það yfir allan „skynsamlegan vafa" að hann sé aðalmaðurinn á bak við innflutninginn, eins og það er orðað í dóminum. Þetta er Anton mjög ósáttur með og bendir á að einungis grunur lögreglu hafi legið til grundvallar sakfellingar. „Þetta hefur aldrei áður gerst á Íslandi og þeir sögðu við mig að þetta væri prófmál og það ætti að sjá hvað kæmi út úr þessu. Það bjuggust allir við sýknu en ég er ekkert að grenja þennan dóm. Þetta fer fyrir Hæstarétt og það getur ekki annað verið en að ég verði sýknaður þar, ef ekki þá fer þetta fyrir mannréttindadómstól Evrópu," sagði Anton að lokum en hann var staddur í 32 stiga hita á Spáni þegar Vísir náði af honum tali.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira